Ég myndi endilega vilja sjá landið eitt kjördæmi. Þá gætu flokkar bara gert út um það í prófkjörum hvað það koma margir á hverjum lista frá landsbyggðinni og hver flokkur hefði bara einn lista með 60 manns á.
Annars þá þóttust þeir vera að jafna atkvæðisréttinn með síðustu kjördæmaskiptingu en það hefur greinilega ekki tekist betur. Þeir ætluðu að fara þá leið að hafa ca. jafnan íbúafjölda og þingmanna fyrir hvert kjördæmi en það gefur auga leið að Reykjavíkurkjördæmin og Suðvestur með 43-49 þús manns á kjörskrá hafa miklu minna vægi en hin með 21-27 þús. á kjörskrá. Ég fatta ekki alveg af hverju kjördæmin þurftu að hafa jafnan þingmannafjölda. Þeir hefðu bara getað sett þingmannafjölda í hlutfall við íbúa. Reykjavík óskipt ætti t.d. að hafa 25 þingmenn m.v. íbúafjölda og Suðvestur ætti að hafa 15 en Norðvestur sem er minnst ætti bara að hafa 6 en í staðinn hefur hvert kjördæmi ca. 10 og hvort þessi 3 stærstu hafa 11.