Er það svona maður sem við viljum hafa á þingi?
Í Íslandi í bítið í gærmorgun voru að vanda Mörður Árnason og Pétur Blöndal á dagskrá. Undir lokin á þeirra umræðum lét Mörður Árnason út úr sér eitt það ógeðslegast comment sem ég hef heyrt í sjónvarpi. Hann sagði: “Það er enginn öruggur inni nema Árni Johnsen”, og var hann þar að hafa eftir brandara sem að er að ganga í samfélaginu. Mér er sama þótt hann hafi verið að því. Svona segir þú ekki í sjónvarpi! Og Mörður Árnason er í framboði til Alþingis! Erum við virkilega svo illa stödd að við þurfum að hafa fólk á þingi sem að talar svona! Fólk sem að ekki getur haft stjórn á orðum sínum. Í morgun gagnrýndi Ingvi Hrafn Jónsson þessi orð Marðar og tók Þórhallur Gunnarsson upp hanskann fyrir Merði og afsakaði orð hans með því hversu mjög Mörður sér eftir að hafa sagt þetta. Auðvitað á maðurinn að sjá eftir þessu, en það afsakar nákvæmlega ekki neitt! Þetta sagði hann og af þessu verður hann að súpa seyðið. Svona segir maður ekki í beinni útsendingu í sjónvarpi og þú ættir að skammast þín Mörður Árnason. Ég legg til að þú farir ekki í framboð aftur fyrr en þú sýnir örlítið meiri þroskamerki!<br><br>Viðhöldum stöðugleikanum. Verum Blátt Áfram næstkomandi laugardag. Setjum Xið okkar við D!