Upp á síðastliðin ár hef ég átt í reglulegum rökræðum við vin minn um mannlegt eðli og hvernig það spynnst inn í pólítík og samfélagið yfirleitt.
Hann hefur alltaf sagt að ég hafi of mikla trú á mannkyninu, að maðurinn sé sjálfselskur og á köflum illur í eðli sínu og að þessvegna gangi alvöru kommúnisti t.d. ekki upp, því mannkynið sé hreinlega ekki nógu gott til að geta látið það ganga að allir eigi að skipta jafnt.
Þessu hef ég mótmælt harðlega, ég trú því einlægt að maðurinn sé góður í sér og að flestir séu þannig innrættir að ef þeir eiga 2 jakka en vinur þeirra engan að þeir gefi vininum annan jakkann sinn.
Auðvitað komumst við aldrei að neinni niðurstöðu í þessum rökræðum okkar, heldur er þeim haldið áfram næst þegar við hittumst. Nú meigið þið ekki misskilja og halda að þessi vinur minn sé vondur strákur, það er langt því frá. Hann segist vera sammála mér um það að vilja að allir séu vinir og allir séu jafnir og allt það.
Hann bara heldur því fram að við séum undantekningin, að flest fólk hugsi bara um eigin gróða og sé alveg nákvæmlega sama um það þó þeir eigi 3 Jeppa, 50 milljón króna hús og verulega þykka bankabók á meðan Fríða frænka bíður í röð fyrir utan Mæðrastyrksnefnd til þess að geta haft góðan mat á jólunum.
Ég hinsvegar þrjóskast alltaf við og neita að trúa því að við séum svona slæm.

Hinsvegar hef ég verið að missa trúna smátt og smátt upp á síðastkastið, þegar ég heyri og sé að áróður Dabba kóngs, Sjálfselskuflokksins og stuttbuxnastrákanna þeirra virðist falla í góðan jarðveg meðal fólks.
Því ég held að það geti fáir mótmælt því að sá maður sem er sammála öllu sem þeir segja sé vel sjálfselskumegin við strikið.

Talsmenn þessarar sjálfselskustefnu hafa ítrekað sagt að öryrkjar og láglaunafólk séu upp til hópa aumingjar og óreglufólk sem á ekki skilið að fá meiri aur á milli handanna því honum væri tafarlaust eytt í brennivín, sukk og svínarí.
Að atvinnulaust fólk séu einnig bara aumingjar sem haldast ekki á vinnu og geti bara sjálfum sér um kennt
Að 70 þúsund krónur á mánuði eigi að duga hvaða manni sem er til framfærslu og engin þörf sé því á að hækka bætur eða frítekjumörk – og að láglaunafólk sé það bara vegna þess að það eru letingjar sem nenna ekki að sækjast eftir betri launuðum vinnum.
(eins og það myndi ekki hvaða letingji sem er frekar vilja vinna sem Seðlabankastjóri við að ydda blýanta en að þræla 10 tíma vaktir í frystihúsi)
En hinsvegar er nú lífsnauðsynlegt að afnema eignaskatta, sem aðeins þeir allra ríkustu í landinu borga, því meira að segja miðstéttarfólk, það skuldar meira en það á og þarf aldrei að borga krónu í eignaskatt.
Að fæðingarorlof eigi engan rétt á sér (það er svo slæmt fyrir fyrirtækin), að fólk eigi nú ekki að vera að eignast börn nema það sé nógu ríkt til að geta lagt fyrir pening og tekið sér frí frá vinnu í 2 ár. Aumingjar (verkafólk, öryrkjar, ungt fólk, miðstéttarfólk, hmmm eiginlega allir nema ríkisbubbar) eigi bara ekkert með það að eignast börn.
Að það sé engin fátækt á Íslandi – að skýrsla eftir 4 ára rannsókn félagsfræðinga á fátækt á Íslandi sé bara lygi !!!!
Að best sé að einkavæða mennta- og heilbrigðiskerfin, til að það líkist því sem er í Bandaríkjunum.
En þar á landi er svo litlum fjármunum lagt í ríkisrekna skóla, sem meirihluti fólks þarf að fara í (því það eru ekki margir sem hafa efni á að borga margar milljónir fyrir þessa einkareknu), að fólk er varla læst, hvað þá meira.
Og heilbrigðisþjónustan er þannig að þeir sem eru ekki tryggðir eru dauðadæmdir ef þeir voga sér að veikjast eða slasast. Og meira að segja þeir sem eru tryggðir fá oft neitun frá tryggingarfélögunum vegna kostnaðarsamra aðgerða, því þeir voru ekki með nógu GÓÐAR tryggingar. Það eru bara þeir ríkustu sem hafa efni á þeim.

Ég er gráti nær að sjá hvað það er mikið af fólki sem virðist vera sammála þessu.
Kanski hefur vinur minn bara rétt fyrir sér – kanski er fólk upp til hópa of upptekið af sjálfu sér til að láta mál þeirra sem minna meiga sín sig nokkuð varða.
Kanski er mannekjan bara versta rándýrið, dýr sem stendur ekki einu sinni vörð um eigin flokk, heldur hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér og útrymir öllum sem eru ekki jafn sterkir og þeir eða réttara sagt jafn grimmir.

Kanski hafa fyrirmyndir okkar úr æsku eins og Jólasveinninn (gaurinn í rauða búningunum sem gefur ÖLLUM góðu börnunum í skóinn – ekki bara þeim ríkustu eða frekustu), Jesús (sem sagði okkur að koma fram við náungann eins og við vildum að komið væri fram við okkur og að ef við ættum tvennt af einhverju ættum við að deila því með einhverjum sem ætti ekki neitt), Hrói Höttur (sem þoldi ekki misréttið og barðist á móti vonda yfirvaldinu með því að stela frá þeim ríku og gefa þeim fátæku), ekki haft áhrif á neinn nema til að gera grín af og segja hvað þeir gætu nú verið stórir kallar ef þeir hefðu bara fylgt stefnu SJÁLFSELSKUFLOKKSINS.
Þá þyrfti Jólasveinninn ekki að vinna á jólunum og gæti t.d. selt dótið til allra ríku krakkanna og lifað góðu lífi á Hawai í stað þess að húka á Norðurpólinum.
Jesú hefði getað notað kraftaverk sín til að búa til endalaust af víni og fiski og brauði og selt það til Rómverjanna, svo hefði hann getað rukkað fyrir læknisþjónustuna og jafnvel gert svo rosalega galdra að hann hefði bara orðið næsti keisari Rómar.
Og Hrói Höttur hefði auðvitað getað hirt allan ránsfenginn sinn sjálfur og lifað kóngalífi með hinum ræningjunum í Skýrisskógi.

Kanski !