Ég vill byrja á því að taka það fram að ég er 19 ára og er ekki búinn að mynda mér skoðun á því hvern ég mun kjósa.

Samkvæmt Hörpu Njáls er mikil fátækt á Íslandi og fer það mikið fyrir brjóstið á Samfylkingunni sérstaklega. X-S eru að reyna vinna atkvæði þeirra sem fátækir eru.

En nú vill ég hljóma eins og fáviti, en er eini markhópur frambjóðenda, fólk sem er á aumingjabótum ???

Sem dæmi er ég ekki búinn að finna flokk sem styður við bakið á þeim ríku eða þeim sem vilja verða ríkir.

Ég sem dæmi, er einn af þessum þröngsýnu ungu fólki sem telur að peningar eru allt.
Ég er að klára framhaldskóla um jólin og fer svo í háskóla.

Hvað á ég að læra til að vera ríkur !!!!!!