..
Ég ætla nú ekki að fara að klifa á því sem þegar er búið að segja hér í upphafsgreininni, og þau orð voru sko í tíma töluð. En þið skuluð ekki heldur líta framhjá því að t.d. samfylkingin með sínum “sólarlandakvótakóngaauglýsingum” er að fara með róg og lygar, þar er klifað á þeim kvóta sem hver útgerð leigir frá sér en ekkert kemur um þann kvóta sem hún leigir til sín á móti, því vissulega fær enginn úthlutað nákvæmlega upp á fisk þann kvóta sem hann þarf, þannig að ef ég A á 5 þorsk kvóta eftir og engan ýsu, þá leigi frá mér þorsk og til mín ýsu frá útgerð B, samfylking talar bara um það sem báðir leigja frá sér og að þeir séu báðir bara að flatmaga á spáni meðan þeir eru í raun að gera sér kleift að stunda vinnuna sína og róa við íslandsstrendur, ekki spán