Í fyrsta lagi þýðir nú lítið að nota það sem rök að “fyrir þér standi Sjálfstæðisflokkurinn fyrir spillingu o.s.frv.” þá get ég alveg eins sagt að fyrir mér hljómi ekki mjög spennandi að búa í 20 fm herbergi með þrjá krakka en það eru samt engin rök með því eða á móti.
Jóhanna Sigurðardóttir getur talað endalaust en hún segir ALDREI neitt af viti. Hún gagngrýndi t.d. þessa bankastjóra hjá Landsbankanum ekki alls fyrir löngu en þegar hún var spurð um sína samflokksmenn (reyndar í borgarstjórn) – Helga Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson, sem sannað var að höfðu sett annað fólk á hausinn o.s.frv. gat hún ekkert sagt og sneri bara út úr.
Skattalækkun á fyrirtæki er til þess fallin bæði að reyna að fá meira fjármagn í atvinnuvegi landsins (innlent sem erlent) og að auka grósku í atvinnulífinu (sem við svo högnumst á endanum á – meiri vinna, lægra vöruverð en ella o.fl. o.fl. o.fl.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í menntamálum er að mínu mati mjög góð. Nýja námsskráin t.d. hvetur fólk til þess að læra og í stað þess að fólki sé haldið við sinn bekk sama hvort það getur farið upp í næsta bekk eða eitthvað svoleiðis er þeim nú heimilt að klára grunnskóla á skemri tíma, svo og framhaldsskóla.
Þeir vilja alls ekki einkavæða alla skóla. Mér finnst hins vegar ekkert að því að bjóða t.d. upp á nokkra skóla sem eru einkareknir og fólk getur farið í ef það vill. T.d. kom upp mjög góð hugmynd um 2 ára framhaldsskóla, þ.e. hraðnám þannig að stúdent væri lokið á 2 árum, hvað er að því ef að einhverjir aðilar úti í bæ vilja stofna slíkan skóla? Það verða alltaf fullt af skólum sem boðið verður upp á og mér hefur nú ekki sýnst vera neinn skortur á skólum þó svo að Verzlunarskólinn sé enn við lýði.
Námslán hafa verið hækkuð í tíð Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki alveg viss um hvað þú meinar með þessu herða reglurnar. Eina sem ég man eftir í þá veruna er að mig minnir að reglurnar séu nú svoleiðis að þú færð ekki full námslán ef þú fellur í visst mörgum fögum (ekki viss hvort það var svoleiðis áður líka eða ekki). Sú regla finnst mér hins vegar alveg sjálfsögð og fáranlegt væri að námsmenn gætu endalaust fengið framfærslulán til að vera í háskóla þegar það sýnir sig að þeir ná ekki einu sinni og geta því ekki klárað á tilskyldum tíma (enda hefur það sýnt sig nú þegar að INNAN VIÐ helmingur námslána kemur aftur til ríkisins, hitt er því í raun og veru bara styrkur).
Ég sé heldur enga ástæðu til þess að vera á móti því að stofna einkarekið sjúkrahús. Ef ég á pening og er tilbúin til að borga fullt af pening til að fara í aðgerð á einkasjúkrahúsi (þó svo að ég þyrfti ekkert að borga á ríkissjúkrahúsi) og sleppa þar með jafnvel við biðraðir eða annað skil ég ekki vandamálið þar. Biðlistar myndu þá jafnframt styttast á ríkissjúkrahúsunum og jafnvægi myndast.
Þetta með skólagjöldin hjá Verzlunarskólanum er nú ekki svo rosalegt. Skólagjöldin þar (með gjaldi í nemendafélagið) eru 50.000 fyrir allt skólaárið. Í fjölbrautarskólanum sem systir mín var í (úti á landi) voru skólagjöldin m/nemendafélagsgjaldi 5000 á önn => 10000 á ári (5x minna en í Verzló) en í skólanum sem bróðir minn var í var það 10000 á önn ÁN nemendafélags => 20000 á ári (2,5x lægra en hjá Verzló ÁN nemendafélags). Þetta gjald fer líka allt bara í aðstöðu. Þú getur t.d. farið í MR fyrir sama pening og hvaða annan fjölbrautarskóla og það hefur nú ekki verið talinn lélegur skóli hingað til. Þetta finnst mér nú bara eitt og sér afsanna þá kenningu að ekki geti farið saman að vera bæði með einkarekna og ríkisrekna skóla, sem báðir bjóði upp á almennilegt nám!!!
<BR