Ég fékk þetta ágæta blað í hendurnar í morgun Ubeygjuna sem að er gefið út af ungliðahreyfingu vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ég hef að vísu ekki haft tíma til að lesa það allt saman en gluggaði aðeins í það á leið minni niður dalinn í morgun og rakst þar á miðopnu blaðsins. Þar er verið að bera saman stefnu flokkanna í nokkrum málum. Þar er meðal annars minnst á barnabætur, undir Sjálfstæðisflokknum stendur þetta: “Engar breytingar á núverandi kerfi.” obb, obb, bobb verð ég nú bara að segja. Það hefur ekki farið á milli mála að Sjálfstæðisflokkurinn vill auka barnabætur um 2 milljarða á næsta kjörtímabili. Ef að það eru ekki einhverjar breytingar þá veit ég ekki hvað það er. Ég legg til að ungliðahreyfing vinstri grænna kynni sér örlítið betur stefnu hinna flokkanna áður en þeir birta þennan þvætting og lygi í málsgagni sínu. Vildi bara benda fólki á þetta ef það les þetta annars ágæta brandarablað og vil ég sérstaklega benda á skoplega og fáránlega framtíðarsýn þessa ágæta fólks á baksíðu snepilsins. Að lokum vil ég minna alla austfirðinga á kappræður ungra frambjóðenda í Norðausturkjördæmi á Orminum, Egilsstöðum klukkan 8 í kvöld. Fjölmennum og hlustum á fjörugar umræður.