Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá hef ég það á tilfinningunni miðað við það littla sem að ég hef heyrt af þeim í mínu kjördæmi. Það virðist nefninlega vera þannig að þeir telji ónauðsynlegt að heyja nokkra baráttu hérna á Austurlandi, ég hef að minnsta ekki séð neinn þeirra hérna ennþá. En það littla sem að ég hef heyrt er að þeir eru á móti álveri og virkjun, að vísu var fyrsti maður á lista þeirra í Norðausturkjördæmi ekki alveg viss um stefnu flokksins í þessu máli en þetta var hans persónulega skoðun. Þeir voru líka á móti Siglufjarðargöngum af einhverjum ástæðum og mér skilst að þeir séu á móti samgöngubótum úti á landi yfirleitt. Þetta auk nokkurra annara atriða sem að ég hef heyrt bendir til þess, og ég er ekki sá eini á þessari skoðun, að þeir séu á móti nánast öllu og vilji nota þann pening sem sparast af því að gera ekki neitt í heilbrigðiskerfið. Ég er alveg viss um og vona svo sannarlega að eitthvað meira sé hluti af þeirra stefnu en þetta sem að ég var að telja upp er það sem að fólk að minnsta kosti hérna nálægt mér veit um þá og það er ekki alveg að ganga vel í það. Svo held ég að þeir hefðu kannski átt að bíða aðeins lengur með þetta framboð eða ekki bjóða fram í öllum kjördæmum þeir eru ekki að fara að ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing á tveimur vikum, ég efast stórlega um að þeir séu það miklir kraftaverkamenn.