Fólk styður Samfylkinguna vegna andlits Ingibjargar, allavega sumir. Hvernig er hægt að treysta þessari konu eða þessum flokk?
Eftir kosningarnar síðasta vor segist hún ætla að sitja út kjörtímabilið og ætli ekki í þingframboð.
Nokkrum mánuðum síðar svíkur hún þetta og tekur 5 sæti á lista Samfylkingarinnar. Þegar hinir R-lista flokkarnir verða brjálaðir gerir hún lítið úr 5 sætinu og segir að þarna sé líklega um varaþingmannssæti að ræða.
En nei, ekki líður á löngu þangað til hún er orðin talsmaður, forsætisráðherraefni og andlit flokksins. Bíddu nú við, var þetta ekki bara 5 sætið?
Hvernig getum við treyst þessari konu???
Já og hvernig getum við treyst lilla barninu honum Össuri þegar hann getur ekki einu sinni verið með slaufu? Ég bara spyr!
Mér blöskrar!