Jæja nú var að koma niðurstöður ársreikninga Reykjavíkurborgar. Fyrst verður að nefna hagnað upp á rúma 2 milljarða sem er svo sem ágætismál ef skuldir hefðu lækkað í samræmi. Reyndar var það svo að hreinn rekstur borgarinnar skilaði tapi upp á 3 milljarða króna sem er ótrúlega léleg niðurstaða í því árferði sem nú er. Skuldir Reykjavíkurborgar jukust um 10 milljarða á árinu 2002 sem er enn eitt áfallið fyrir forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Er ekki kominn tími til að menn sjái að hún er gersamlega ófær um að reka fyrirtæki hvað þá borgina og því heldur ríkissjóð. Guð forði okkur frá því ef hún kemst með puttana þar inn, hvernig hallatölur fáum við að sjá þá og hver verður aukning skulda þjóðarbúsins eftir smá tíma. Lítum raunsæjum augum á þetta, dæmum hana af verkum sínum og sjáum til þess að hún fái aldrei stigið inn á hið háttvirta alþingi til að krækja skuldaklóm sínum í ríkissjóð.
Ef þið hafið í hyggju að setja x við S í guðana bænum hugsið ykkur um og skilið þá frekar auðu en að sjá til þess að lífið hér verður enn á ný óbærilegt í verðbólgu og skuldafeni eins og var á árum vinstristjórnar á 8. og 9. áratugnum
Fellið Samfylkinguna á barnvaxtarárunum!
Með kveðju
Quadro