Ingibjörg Sólrún talar mikið um fátækt á Íslandi og gerir veikbyggðar tilraunir til að kenna ríkisstjórn Íslands um. Í raun er samt töluvert meira við Ingibjörgu að sakast, eins og kemur fram m.a. í bók nokkuri sem Ingibjörg Sólrún notar í sinni eigin kosningabaráttu, nefninlega Fátækt á Íslandi eftir Hörpu Njálsdóttur.

Er ekki magnað að nota bók í áróðri, sem er í raun óhagstæð fyrir áróðurinn?

Tökum tilvitnun úr skemmtilegum pistli Vefþjóðviljans:
“Á blaðsíðu 180 í umræddri bók er tafla þar sem sýnt er hvernig bætur frá Tryggingastofnun ríkisins annars vegar og Félagsþjónustu Reykjavíkur hins vegar, þróuðust á árunum 1995 til 2000. Taflan sýnir greiðslur til lífeyrisþega að raunvirði, örorkulífeyri, tekjutryggingu og greiðslu frá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Svo undarlega sem það nú kann að virðast miðað við málflutning Ingibjargar þá hækkuðu greiðslur ríkisins til lífeyrisþega um 31% á þessum árum en greiðsla Reykjavíkurborgar lækkaði um 32% á sama tímabili. Og það er rétt að taka fram að þessi þróun varð ekki vegna óviðráðanlegra ytri atburða; starfsreglum Félagsþjónustunnar í Reykjavík var breytt árið 1995.”
<a href="http://www.andriki.is/vt/2003/25042003.htm">http://www.andriki.is/vt/2003/25042003.htm</a>

Vill einhver í alvöru að Ingibjörg Sólrún, bráðum einn stærsti lygari síðari tíma á Íslandi eða síðan Króka-Refur var upp á sitt besta á landsnámsöld, verði leiðtogi í íslenskri ríkisstjórn?<br><br><a href=“mailto:geirag@hi.is”>geirag@hi.is</a