Ég sá ekki nema rúmlega 20 mínútur af þættinum í morgun en það sem ég sá var ansi merkilegt.

Í fyrsta lagi Pétur Blöndal vs. Mörður Árnason.
Það var minnst á þessa fárnlega auglýsingu Samfylkingarinnar í blöðunum um að nú gæti fyrsta konan orðið forsætisráðherra og blablabla… Mörður varði hana á fáranlegan hátt og blaðraði um að þetta væri spurning upp jafnrétti eða eitthvað og þá væri þetta orðið málefnalegt sem það er ekki. Jóhanna Vilhjálms var frábær og hjó verulega að honum.

Mörður talaði líka um hvað jafnrétti hefði batnað í Reykjavík en ekki á landinu. En eins og Pétur bennti á batnar staða kvenna ekki þótt Ingibjörg búi til nýjar stöður og ráði síðan vinkonur sínar.

Á eftir þessu kom Sigmundur Ernir í þáttinn og það var ansi merkilegt hvað hann sagði um að sumir kysu bara þann flokk sem hefði forustu í skoðanakönnunum rétt fyrir kosningar, þar að segja vildi halda með sigurvegörunum og kjósa þá. Þetta er alveg rétt og ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að hafa svona 5-10% meira fylgi en Samfylkingin gætu þeir fengið atkvæði þessa fólks sem er frábært!