Þetta þykir mér mjög góður punktur.
Ég er, sem skynsamur maður, a.m.k. stundum hlynntur tekjutengingu. Til dæmis finnst mér menn með 800.000 kall á mánuði ekki hafa rétt á því að væla yfir því að þurfa að borga meiri skatt. Það *er* meira óréttlæti í gangi hjá fátæku fólki.
Það er hinsvegar rétt að það má alls ekki gera fátæklingum það of auðvelt að lifa eins og aumingjar. Það má alls ekki vera í lagi að einfaldlega falla í skóla og geta ekki neitt og taka enga ábyrgð á sjálfu sér.
Ég er mjög hlynntur því að fólk *geti* farið sér að voða, enda hefur sú verið raunin síðustu 40 skrilljón ár eða svo, en þetta þýðir líka að það verða alltaf til aumingjar. Og aumingjagangur er eitthvað sem ég vil fara varlega í að beinlínis styðja við.
Það sem er aftur verra, er að styðja ekki við þá sem þurfa einfaldlega hjálp til að drösla sér á lappir. Ég hef ekki áhuga á því að halda á einhverjum bara því að hann nennir ekki að labba. Ég myndi hinsvegar ómaka mig til þess að hjálpa einhverjum á fætur sem hefur dottið eða verið felldur. Skítur skeður, og það er á okkar ábyrgð að passa að landar okkar hafi a.m.k. réttlátan séns í að ná sér á strik og hækka í stiganum.
Ég tel þetta umræðuefni vera of margbrotið og flókið til að hægt sé að komast að nokkurri niðurstöðu með miðli eins og Huga… en í fljótu bragði myndi ég segja að það þyrfti einfaldlega að gera kerfi sem gerir okkur kleyft að meta hverjir eru þess verðir að fá hinar ýmsu bætur, og hverjir ekki. Fullt af ungu fólki á enga að sem vilja hugsa um krakka með þeim, sumir eru börn fólks sem hefur farið á hausinn, sumir eru þunlyndissjúklingar, sumir alkóhólistar… og sumir eru þarna bara hangandi í leti og finnst fínt að þurfa ekki að gera neitt fyrir fyrir það eitt að vera stimplaðir aumingjar af Ríkisstjórninni. Þetta eru auðvitað gríðarlegar mismunandi tilfelli, og því þarf mun meiri nákvæmni í að greina þau.
Ég tel lausnina ekki vera að miða þetta eingöngu út frá launaseðlinum… en eins og ég segi, ég tel þetta heldur ekki vera umræðu sem á eftir að leiða til niðurstöðu á þessum miðli.<BR>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is