Ég vona að myndin sem er hérna núna sé táknræn…Ómenningarlega gráa ljóta og ófrumlega, en risastóra styttan af harðstjóranum tekin niður…og hættir að skyggja á fallegu bygginguna sem er í bakgrunni…Ég vona að Írakar endurheimti sjálfa sig og nái að blómstra en það komist ekki bara á önnur harðstjórn þarna sem heldur þeim niðri, en ljótum styttum uppi….

Ég er viss um að það er margt áhugavert að gerast í bakgrunninum hjá þessari þjóð og vonandi koma aðstæður sem bjóða upp á að það komi í ljós…

Veit ekki hvað mér fannst um þetta stríð, en fyrst það er orðið þá má vona að eitthvað gott komi út úr því fyrir írösku þjóðina…