Atkvæði manna er nákvæmlega jafn mikilvægt, 1 per mann…Upp á framtíðina væri hins vegar viturlegra að stíla upp á múslimana, sem Bush til dæmis gerir með að hafa valdamikinn ráðherra sem er múslimi. Hefurðu komið til Bandaríkjanna? Þar býr nú slatti af ríkum múslimum ef þú vissir það ekki. Samt er ég næstum viss um að Gyðingar séu ríkari yfir heildina þar, enda verið yfirleitt mun lengur í landinu, meðan stór hluti múslimanna er nýlegir innflytjendur, en mjög fáir nýir innflytjendur eru gyðingar…Þeir hafa það þó yfirleitt betra en Gyðingarnir gerðu fyrst í stað í BNA, en mörg fátækrahverfi sem nú eru full af öðrum nýlegum innflytjendum, til dæmis suður ameríkönunm, voru upprunalega stútfull af Gyðingum og þeir bjuggu helst á slíkum svæðum fyrst eftir komuna til BNA, en þriðja kynslóð var kominn á betri stað. Þetta gildir ekki eins ýkt um múslima BNA sem sumir hefja líf sitt þar þó mun betur en þetta.Auðæfi Gyðinga þar eru ýkt, því já, það eru til vellríkir Gyðingar í Bandaríkjunum ,en flestir Gyðingar eru millistéttarfólk, ekki einu sinni af efri millistétt, frekar lægri þá, og fátækt þeirra er vissulega minni en til dæmis Gyðinga í Austur Evrópu (sem lifa að stórum hluta langt undir hungurmörkum) eða Eþíópíu Gyðinga (sem voru margir að deyja úr hungri þegar Ísraelsríki fór að flytja þá inn í stórum stíl, á eigin kostnað, annars væru þeir nú líklega færri), en fátækt meðal gyðinga í BNA er samt til ….Áhrif Gyðinga eru hins vegar mest út af því að Gyðingar eru menningarhópur sem hefur lengi lagt mikla áherslu á menntun og þeir vinna því talsvert sem prófessorar og slíkt
eða í öðrum störfum af fólki sem “heyrist í”. Þeir eru til dæmis ekki mikilvægasta fólkið í stjórnarandstöðunni í Bandaríkjunum í dag, en engu að síður heyrist mikið í þeim (flestir Gyðingar eru á móti núverandi ríkisstjórn Bush, eins og reyndar flestir minnihlutahópar yfirhöfuð) Það er líklegt að það heyrist í þeim og þeir velji sér stundum slík störf nokkuð meira en margir aðrir hópar afþví að Gyðingar eru líkt og Íslendingar, mjög bókmenntalega sinnað fólk, menning þeirra byggir mest á bókmenntum, og af þannig menningu skapast viss manngerð sem hefur góða hæfileika til að tjá sig og pæla í hlutum oft, en einnig byggir menning þeirra, vegna tengsla við trúnna kannski, talsvert á siðferði, og þeim finnst siðferðileg ábyrgð sín að reyna að hafa góð áhrif á samfélagið mörgum, líka þeim sem trúa ekki, sem virða samt flestir vissa þætti í trúarlega arfinum sem hvetja til slíks. Þannig að atkvæði Gyðinga væri helst mikilvægt út af því að Gyðingar skipta sér af, og ef þeim mislíkar eitthvað láta þeir heyra í sér. Þeir eru til dæmis óvenjulegu duglegir í mótmælum og slíku…Þegar þrælahaldinu í Bandaríkjunum var mótmælti mótmæltu því fyrst í stað nær eingöngu Gyðingar, eða talið er meira en 95% allra hvítu mótmælendanna. Því er óvíst að skapast hefði nógur þrýstingur yfirhöfuð til að þrælahaldið hefði nokkurn tíman verið afnumið í Bandaríkjunum ef engir Gyðingar hefðu búið þar. Gyðingar voru líka mjög virkir í mörgum fleiri baráttumálum víða um heim, til dæmis feminisma, en margar frægustu og fyrstu kvennréttindakonurnar voru Gyðingar. Varðandi þrælahaldið, meðan menning Gyðinga hefur lagt áherslu á að það sé siðferðilega rangt að skipta sér ekki af var hitt hvíta fólkið margt bara vant að “skipta sér ekkert af því sem mér kemur ekkert við” og slíkt. Áhrif Gyðinga eru fyrst og fremst komin til út af þessum eiginleika, að vera menn athafna en ekki aðgerðarleysis að þessu sviði.
Ef þú villt vita hvernig venjulegir Gyðingar í Bandaríkjunum eru, þá ráðlegg ég þér að fara á myndina “The Pianist” sem verið er að sýna í Háskólabíó núna, hún fékk líka óskarsverðlaun og leikarinn líka og er mjög góð mynd að mínu mati, á margan hátt og gefandi. Klæðnaðurinn er náttúrulega öðruvísi og annar tími og svona, en líkt og flestir Gyðingar er þetta fólk sem tilheyrir millistétt, líkt og nær allir Íslendingar og fólk í okkar heimshluta yfirhöfuð, en er hins vegar menntað, mjög menningarlegt, vakandi, vel að sér, fylgist vel með og svona eins og margir aðrir, en að öðru leyti bara venjulegt fólk. Svo er þetta sannsöguleg mynd, mjög góð.
Vald er ekki endilega auður, og það eru kannski allra ríkustu Gyðingarnir sem hafa haft minnst áhrif á söguna, mótmælt minnst og svona og haft minnst áhrif á gang mál, (þú sérð gagnrýni á þennan litla, ríkasta hóp í bíómyndinni Píanistanum, sem er samt auðvitað bara ein hlið á málinu) þar sem sá hópur hefur verið gagnrýndur fyrir afskiptaleysi, enda yfirleitt nær alveg runninn saman við hvíta meirihlutan, og heldur lítið í sín sérkenni, en verður stundum, of oft, bara eitt af forréttindastéttinni. Vald Gyðinga, eða áhrif öllu heldur, er ekki fólgið í þessu fólki heldur menningu þeirra.