Nú er nóg komið af slagorðum og ÞVAÐRI um efnahagsstjórn Íslendinga og vitna í enn einn álitsgjafann sem hrósar stjórnvöldum fyrir vel unnið verk í efnahagsmálum:
“Efnahags- og framfarastofnunin segir að miklar framfarir hafi orðið í efnahagsmálum Íslendinga á síðasta áratug. Tekist hafi á ótrúlega skömmum tíma að draga úr ójafnvægi og þenslu sem myndaðist við ofhitnum efnahagskerfisins og undirstriki það aukna aðlögunarhæfni hagkerfisins. Að auki hafi þetta tekist án þess að alvarlegur samdráttur kæmi í kjölfarið og nú virðist hægur bati framundan. Segir stofnunin að þennan árangur megi rekja til þeirra breytinga á efnahagsstefnu í átt til aukins stöðugleika og markaðsvæðingar á síðasta áratug.”
<a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1025392">http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1025392</a>
Í þessari frétt er svo tengill á niðurstöðukafla skýrslu OECD:
<a href="http://www.oecd.org/pdf/M00040000/M00040146.pdf">http://www.oecd.org/pdf/M00040000/M00040146.pdf</a>
Að lokum er ekki úr vegi að benda á Gáfumannaprófið:
<a href="http://www.malefni.is/gafumannaprofid.jsp">http://www.malefni.is/gafumannaprofid.jsp</a>
Dæmi um spurningu sem gæti komið upp þar:
Hvað hefur kaupmáttur lægstu launa aukist mikið frá 1994 til 2003?
a. Hann hefur hækkað um 12%
b. Hann hefur hækkað um 50%
c. Hann hefur hækkað um 15%
d. Hann hefur lækkað um 3%
Rétt svar: 50%<br><br><a href=“mailto:geirag@hi.is”>geirag@hi.is</a