Hressandi tilvitnun:
“Fyrir um ári síðan sagði ég skilið við Bríet, félag ungra (vinstrisinnaðra) feminista og ákvað að sinna betur áhuga mínum á stjórnmálum. Ég fann fljótlega út að Sjálfstæðisflokkurinn, vegna stefnu hans og hugmyndafræði, er besti vettvangurinn fyrir mínar skoðanir. Þrátt fyrir það hvarflaði að mér að kjósa Samfylkinguna þegar ég heyrði því fyrst fleygt fram að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherraefni hennar. Tilhugsunin um fyrsta kvenkyns forsætisráðherrann kitlaði óneitanlega feministann í mér. Eða kitlaði hún kannski vinstri feministinn í mér þar sem ég hafði víst tamið mér að líta á það sem sigur minn og minna kynsystra þegar hlutföll kynjanna nálguðust jöfnuð. Jafnvel óháð því hvort konurnar sem næðu völdum væru hæfari til þess eða ekki: Við (konur) áttum völdin skilið þar sem réttindi okkar höfðu verið fótum troðin öldum saman.
Þegar ég svo endurskoðaði þessa afstöðu mína komst ég að því að ég hafði sett Ingibjörgu Sólrúnu á stall fyrir það eitt að vera valdamikill og ákveðinn KVENKYNS stjórnmálamaður. En fyrir hvað stendur hún og hvað hefur hún gert? Því velti ég samviskusamlega fyrir mér en stóð, því miður, á gati. Já ég segi því miður því að mig langaði svo óskaplega til að finna málefnanlegar forsendur til þess að kjósa Ingibjörgu, kynsystur mína, en fann engar. Reyndar mundi ég eftir einu, sem Hildur Jónsdóttir jafnréttisfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði sagt okkur feministunum frá á fundi: Að undir borgarstjórnartíð Ingibjargar hefðu kynjahlutföll starfsmanna borgarinnar jafnast – líka í háttsettum embættum. Til að byrja með þóttu mér þetta hin ánægjulegustu tíðindi og ég sá Ingibjörgi fyrir mér sem kvenfrelsishetju sem ynni markvisst að því að eyða styrkum stoðum karlaveldisins. Samt gerði hún ekkert annað og meira en að framfylgja jafnréttislögunum, lögum sem ég í dag er virkilega ósannfærð um að beri nafn með réttu. Enda var það svo að þegar ég fór að skoða málin í víðara samhengi fóru að renna á mig tvær grímur.”
<a href="http://www.frelsi.is/frelsarinn/nanar.asp?id=953">http://www.frelsi.is/frelsarinn/nanar.asp?id=953</a>
Ánægjulegt þegar kvenfólk, og ég tala nú ekki um FEMÍNISTA af öllu kvenfólki, sér svona í gegnum lýðskrumið.<br><br><a href=“mailto:geirag@hi.is”>geirag@hi.is</a