“Alls staðar þar sem aðgangur að fíknilyfjum hefur verið auðveldur hefur neysla lyfjanna stóraukist.”
Ég held að þú þurfir að kynna þér þetta betur. Það er ekki langt síðan að Hollendingar lýstu því yfir að þeir væru mjög ánægðir með sína stefnu í fíkniefnamálum. Ástæðan fyrir þessari ánægju er sú að hlutfall ungs fólks sem prófar kannabisefni lækkar með hverju árinu og meðalaldur heróínfíkla hefur hækkað um allt að 30% (aldur hækkar því það byrja alltaf færri og færri í heróínneyslu).
Einnig hafa íbúar Sviss ekki fundið neytt athugavert við kannabisneyslu þjóð sinnar síðan þeir lögleiddu kannabisefni.
Vissiru líka að misnotkun á Amfetamíni varð ekki þekkt á Íslandi fyrr en það var bannað?
“Það er líka algjörlega út í hött þegar íslenska ríkið fer í beina verðsamkeppni við dópsala og okrar svívirðilega áfengi.”
Aftur held ég að þú megir hugsa þig aðeins betur um. Fínkiefni kosta sáralítið í framleiðslu og því væri ógerlegt fyrir fíkniefnasala að halda í við verð sem ríkið setti upp, þrátt fyrir að ríkið mundi skattleggja. Kannabis má rækta fyrir lítin sem engan pening, Afmetamín kostar ekki mikið meira en 500kr per kílógramm í framleiðslu, Kókaían má rækta fyrir sáralítin pening og vinna það svo fyrir lágan kostnað, Heróín og morfín er unnið úr valmúa (sem er blóm) og kostar því einnig lítið í framleiðslu.
“Þegar maður ferðast um siðmanntað ríki eins og t.d. Ítalíu þá blasir ódýrt vín við manni í öllum búðum og sjaldan sést drukkinn maður. Við verðum að stórlækka verð á áfengi og hætta að hegða okkur eins og einn alherjar sértrúarflokkur!”
Þarna finnst mér þú ekki gera þér grein fyrir því að Ítalir eiga aldrei við skammdegisþunglyndi að stríða (enda er ekkert skammdegi á Ítalíu), sem við Íslendingar þekkjum mjög vel og margir þjást af. Þú verður að líta á heildarmyndina, það er alltaf ástæða fyrir því að einstaklingur vill “breyta veruleika sínum”. Þú þarft ekki að flýja veruleikan ef það er ekkert að.
Mér þykir einkennilegt að þú viljir lækka verð á áfengi og á sama tíma viltu halda öðrum fíkniefnum ólöglegum, mér finnst þetta loða við að vera hræsni af verstu gráðu. Áfengi er langt frá því að vera saklausara vímuefni en þessi ólöglegu, að mínu mati er það í mörgum tilfellum hættulegra (mörgum, ekki öllum).
Ég er ekkert endilega á því að það eigi að lögleiða kannabisefni og ég er alls ekki á þeirri skoðun að það eigi að leyfi sterkari fíkniefni. Ég er meira til í að berjast fyrir banni á áfengi en berjast fyrir lögleiðingu fíkniefna, þar sem það er (einsog ég segi) ekkert hættuminna en önur fíkniefni.<br><br>Góðar stundir.
<i>“Ignorance is bliss, therefore i will remain ignorant!”</i>
<i>“Fullyrðingar geta <u>aldrei</u> orðið marktækar <u>án</u> rökstuðnings!”</i