Mig langaði til að varpa fram hugsuninni hvort Davíð hafi ekki reynt að grípa báðumegin um tvíeggjað sverð. Hann segir að sér hafi verið boðnar mútur af forstjóra eins stærsta fyrirtækis á Íslandi, og það í vitna viðurvist!
Ber hann ekki, sem “leiðtogi” þessa lands þá siðferðislegu skyldu að tilkynna um ólöglega starfsemi? Ef hann tilkynnti ekki lögreglu með formlegum hætti um mútutilraunir Baugs, er hann þá ekki sekur um að bregðast siðferðislegu trausti kjósenda.
Ef hann tók málinu ekki alvarlega og horfði á það sem húmor, er hann ekki enn og aftur að bregðast siðferðislegu trausti kjósenda sinna með því að grafa málið upp í dag og skipta um skoðun?
Er Davíð búinn að fyrirgera öllum þeim flóttaleiðum sem hann hafði út þessu máli? Sama hver niðurstaðan verður?