Glæsilegt minn rass.
Áramótaávarp Davíðs var þvílík lofræða um eigin ágæti og er eingöngu sönnun þess að hæstvirtur ráðherra er uppfullur af ranghugmyndum. Tvö dæmi:
–Stöðugleiki í íslenskum stjórnmálum er slíkur að verðbólga er einungis 1.5% hærri en spár sögðu til um.–
Þetta stöðugleikakjaftæði er orðið fullþreytt. Atgervisflótti af landsbyggðinni, svínarí í garð öryrkja og annara undirmálsmanna, áætlanir um álver fyrir austan allar í lausu lofti, olíuverð á fleygiferð, kvótadómur, herinn er á leiðinni burt o.s.frv. Það eru mýmörg dæmi þess í samfélaginu að þessi svokallaði stöðugleiki byggir á því að hinir ríku verða ríkari en fátækari enn fátækari. Svo hnykkir Dabbi rokk á ruglinu með því að vísa í mótmæli vinstri manna og segja blákaldur:
–Upphlaup vegna þessarar örlitlu aukningu eru náttúruleg óþörf og gaman að sjá fólk sem einu sinni mátti lifa við 30-80% verðbólgu skuli verða illt þegar verðbólgan fer 1,5% framúr.–
Komm on, þvílík andskotans vitleysa. Svo skal böl bætt að benda á eitthvað annað sagði Megas einu sinni og á það við á öllum tímum. Þegar fólk er stríðalið á þeirri firru að í landinu ríki stöðugleiki og góðæri en þarf svo að horfa upp á raunveruleika sem er allt annar verður það svekkt. Í mínum huga snýst umræðan um svikin loforð og andúð á stjórn sem elur á ranghugmyndum og einblínir á hagtölur en ekki raunveruleg kjör almúgans í landinu.
Davíð fór yfir strikið í væmni og óraunhæfu rugli í þessu áramótaávarpi og ætti að drullast til að horfast í augu við ástandið í þjóðfélaginu eins og það er en ekki eins og hann vill hafa það.
<BR