Frystihúsið Frostfiskur í Þorlákshöfn hefur neyðst til að segja upp 25 starfsmönnum vegna ástands í fiksksölumálum að sögn fyrirtækisins. Athygli vekur að það eru eingöngu Íslendingar sem fá uppsagnarbréf en útlendingar, sem starfa hjá fyrirtækinu, verða um kyrrt. Hefur þetta valdið kurri í bænum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ekki geta sagt útlendingunum upp þar sem þeir hafi atvinnuleyfi og samning við fyrirtækið til eins árs. Eftir uppsagnirnar eru um 30 manns starfandi hjá Frostfiski og þar af er um helmimgur útlendingar. Ég tel að rétt væri að skoða með að setja einhvers konar fyrirvara í slíka ráðningarsamninga við útlendinga um það ef samdráttur verður og segja þarf starfsfólki hugsanlega upp. (Fréttablaðið 27/02/03)<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
Með kveðju,