Öryrkja og gamalt fólk sem getur ekki unnið er náttúrulega ekki hægt að saka um leti. Ef þetta fólk er fátækt, þá er það væntanlega því að kenna að bæturnar eru ekki nógu háar. Samt mjög misjafnt hversu vel fólk getur látið þær endast og t.d. þeir sem reykja eiga strax verra með það en aðrir.
Láglaunafólk sem er fátækt væri svo sem hægt að saka um leti eða dugleysi eða a.m.k. óstjórn í fjármálum vegna þess að það gæti hugsanlega fengið sér aukavinnu eða betur launaða vinnu eða sparað meira. Ef sumir geta lifað af lágmarkslaunum, þarf þá eitthvað að vorkenna þeim sem eru með sömu laun en eyða öllu í vitleysu?