Sæl öll,

Varðandi súluritið um flóttamennina er rétt er að geta þess að þessar tölur (sem fengnar eru beint frá Útlendingaeftirlitinu) sýna ekki nema brot af heildarmyndinni varðandi málefni flóttamana á Íslandi. Umræddar tölur ná aðeins yfir meinta flóttamenn sem sækja um hæli í landinu á ári hverju. Aðeins hluta þeirra er þó allajafna veitt hæli í landinu þar sem fæstir þeirra sem sækja um hæli reynast raunverulegir flóttamenn skv. alþjóðlögum þar um þegar farið er að skoða málin. sama er reyndar að segja um flest önnur lönd í V-Evrópu s.s. Holland, Danmörku og Bretland svo dæmi séu tekin. Þar er allajafna aðeins brot af meintum flóttamönnum raunverulegir flóttamenn.

Mörgum meintum flóttamönnum er þó veitt hæli hér á landi árlega af svokölluðum “mannúðarsjónarmiðum” jafnvel þó þeir geti ekki talizt flóttamenn skv. alþjóðalögum. Inni í þessum tölum eru hins vegar ekki þeir flóttamenn sem komið hafa til landsins í flóttamannahópum einkum undanfarin ár, þá aðallega frá löndum á Balkanskaganum. Sá fjöldi sem hefur komið til landsins með þeim hætti er langstærsti hópurinn og hleypur á einhverjum hundruðum manna. Jafnvel getur verið að sá hópur sé kominn í um 1.000 manns núna í heildina.

Nánar má lesa um þessi mál t.a.m. á:
http://www.framfarir.net/uppl.htm
http://www.framfarir.net/myndrit.htm
http://www.framfarir.net/innfl.htm
http://www.utl.is/tolfraedi/tolfraedi.htm
http://www.utl.is/Arsskyrsla/UTL[1].ok.pdf<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,