Sæll,
Þér er frjálst að hafa þína skoðun á mínum málflutningi eins og aðrir. Passaðu þig samt á að fullyrða ekki um hluti sem ekki verður séð að séu byggðir á öðru en eingöngu þinni eigin afstöðu til málsins en ekki beinhörðum staðreyndum.
Eins og ég hef sagt eru án efa öll þau mál sem ég hef tjáð mig um á þessum vettvangi, sem og öðrum, raunverulegs eðlis. Ef þú telur mig hafa rangt fyrir mér í þessum efnum þá hvet ég þig eindregið til þess að færa rök fyrir þeirri staðhæfingu. Ef þú hins vegar getur það ekki er sennilega betur heima setið en af stað farið í þeim efnum.
Þú veist hins vegar greinilega ekki hvað lýðskrum er, a.m.k. eins og það er skilgreint í orðabókinni. Lýðskrum er að tala fyrir málum sem vitað er að falli í góðan jarðveg hjá sem flestum kjósendum en engar fyrirætlanir eru hins vegar hjá viðkomandi að framfylgja. Hins vegar telur þú greinilega að það sem ég rita sé svaravert ef marka má svör þín.
Það sem ég hef verið að segja þér er að þó flokkum sé frjálst að haga ákvörðunum um stefnumál sín með þeim hætti sem þeir helzt kjósa er ekki annað hægt en að gera kröfu um að, í þessu umrædda tilfelli, að póstkosning sem gríðarlegur áróður var rekinn fyrir að væri svo framúrskarandi lýðræðisleg væri lýðræðisleg í framkvæmd en ekki bara í orðum. Sú var þó augljóslega ekki raunin þegar upp er staðið. Ef það var ekki ætlun forystu Samfylkingarinnar að hafa kosninguna lýðræðislega þá held ég að hún hefði mátt sleppa þessum áróðri svo ekki sé minnzt á sjálfa kosninguna. Samhengið við Mars sé ég ekki og er ég sennilega langt frá því að vera einn um það.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.