Ég held bara að Eiríkur Bergmann sé ekkert að víkja, það er málið. Eiríkur Bergmann er enginn krakki sem lætur Ellert vaða yfir sig. Hann verður hundsvekktur og á örugglega erfitt með að fyrirgefa þeim þetta. Uppstillingarnefnd settu Ellert í sæti Eiríks án þess að spurja hann og það er mikil lítilsvirðing við Eirík sérstaklega vegna þess að Eiríki var upphaflega boðið þetta sæti. Nokkrum vikum síðar kemur Ellert og sest ofan á Eirík.
Ágúst Ólafur er með öruggt þingsæti en sjáiði bara þetta lið sem fékk fleiri atkvæði heldur en Ágúst Ólafur, þau Guðrún Ögmunds, Helgi Hjörvar og Ásta Ragnheiður. Ekki gleyma því síðan að Ágúst Ólafur skar sig mikið úr Samfylkingarhópnum í Reykjavík. Í fyrsta lagi því hann er aðeins rúmlega 25 ára, menntaður hagfræðingur og lögfræðingur og er frjálslyndur krati. Það þarf samt ekkert endilega að vera kostur að skera sig svona úr. Ég bjóst bara við nokkuð hærra en 7. sætið. Það sýnir bara hvað Samfylkingin vildi litlar breytingar. Mér fannst skrýtið hvað Jakob Frímann, Einar Karl og Ágúst Ólafur fengu fá atkvæði í prófkjöri þeirra því ekki finnst mér merkilegt fólk sem er fyrir ofan þá.
Sjáðu bara hinn unga þingmanninn hjá Samfylkingunni, Bryndísi Hlö. Hún fékk mjög slaka kosningu þrátt fyrir að hafa mikinn stuðning Sollu og Össurs gegn Jóhönnu og nánustu stuðningsmenn Bryndísar voru vægast sagt óánægð með útkomuna. Unga fólkið í Samfylkingunni í Reykjavík fékk ekki góða útkomu. Læt það bara flakka með, kemur þessu máli ekkert við.
Mér finnst Ellert annars frekar unglegur, miðað við að hann sé fæddur 1939. Hann er nú aðeins 2 árum yngri heldur en Palli Péturs. Ég sé ekkert koma í veg fyrir að hann taki þingsæti við og við sem varaþingmaður.
Ég á nú eftir að sjá mögulega ráðherra Samfylkingarinnar segja af sér þingmennsku. En við sjáum bara til.
Það er á stefnuskrá samfylkingarinnar að ráðherrar segji af sér þingmennsku, þannig að já, þú átt eftir að sjá það gerast :)
Helgi Hjörvar er næsti ungi þingmaðurinn á eftir Ágústi í Reykjavík, ekki Bryndís. Unga fólkið fekk mjög fína útkomu, erum með nær öruggann 25ára þingmann sem er meira en hinir flokkarnir geta sagt.
Svo er Katrín í Reykjarnes kjördæmi og Björgvin í suður kjördæmi, bæði um þrítugt þannig að það eru miklar breytingar væntanlegar á þinghópnum.
Seinast þegar Ellert komst á þing þá sagði hann af sér þingmennsku því hann var of gamall fyrir þetta, ég trúi því sem ungur samfylkingarmaður að hann geri það sama næst :)
Ekki skil ég hvað er verið að setja þennan rugludall þarna, líklegast bara tilað ögra sjálfstæðisflokknum og beina athyglinni aftur að ónýtri fiskveiðistefnu Sjálfstæðisflokssins. Sú þjóðarsátt sem var boðuð er langt frá því að vera komin, til þess þarf veiðileyfagjald og það skilur líklegast Ellert.
0
deus.
Það er sem sagt allt komið UPP Í LOFT hjá SF vegna ósamkomulags röðunar á lista þar sem peð eins og Eiríkur Bergmann er talinn
hafa meira fylgi en reyndur sjálfstæðismaður sem er á móti kvótakerfinu.
Allt er þetta vissulega háð mati.
kv.
gmaria.
0
ég mundi ekki segja að það væri allt komið uppí loft.
Þeir menn sem ráða þessu hafa talað, Ellert verður í þessu sæti, Eiríkur verður bara að sætta sig við það og gerir það örugglega.
Eiríkur Bergmann er ekkert peð, hann skiptir miklu máli fyrir Evrópuumræðuna og það er ekkert verið að forna honum neitt. Hann var bara ekki í binandi sæti í prófkjöri og gat þessvegna átt von á þessu.
Þitt mat er náttlega annað.. og ekki gert til að fegra þennan flokk sem þér virðist vera frekar ílla við :)
0
deus.
Talsmaður flokks þessa hefur gerst sekur um ótrúverðugheit gagnvart kjósendum sínum og á því ekkert erindi að mínu áliti sem áframhaldandi talsmaður hagsmuna þjóðarinnar.
Eiríkur Bergmann er peð sem stjórnmálamaður, einkar ómálefnalegur einkum og sér í lagi þar sem sjónarmið hans eru
einhliða þ.e. hann sér einungis aðra hlið mála, sem alla jafna dæmir menn úr leik.
Hvort laun hans frá ESB ráða þar einhverju um skal ósagt látið en gæti hugsanlega verið áhrifaþáttur.
kv.
gmaria.
0
hann er ekki á launum hjá esb :)
þú mátt hafa þína skoðun á Ingibjörgu, hún er sú sama og ég hef t.d. á Davið. Þú munt aldrei tala mig af minni, ég held ég muni aldrei tala þig af þinni.
Það er þó óþarfi að gagnrýna allt sem tengið Samfylkingunni þrátt fyrir að Ingibjörg sé ekki þinn maður.
kveðja, Jónas Tryggvi
0