Sæl öll,

Ef þetta er ekki “snilld” þá veit ég ekki hvað :)

——————————–

Vísir, Þri. 21. jan. 15:44

Evrópusambandið lokar róluvelli

Börn í bænum Great Somerfield á Bretlandi eru harmi slegin vegna þess að nú hefur Evrópusambandið bannað róluvöllinn þeirra. Ástæðan er sú að rólurnar, sem hafa verið í notkun í 25 ár án þess að nokkur hafi slasast alvarlega, samræmast ekki öryggisstöðlum ESB.

Samkvæmt öryggisstöðlum ESB, nánar tiltekið reglu BSEN 1176, hanga rólurnar of langt frá jörðu. Því hafa rólurnar verið fjarlægðar til að tryggja að reglurnar verði ekki brotnar.

Einn fulltrúi bæjarráðs Great Somerfield segist sammála því að það þurfi að tryggja öryggi barnanna en hann telur þessar reglur ,,fáránlegar". Það mun kosta bæinn um 300 þúsund krónur að skipta um rólur.

Hann segir jafnfram að börnin skilji auðvitað ekki reglur ESB, þau sakna þess bara að fá ekki að róla í friði.

——————-<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,