Samfylkingin hefur einmitt þurft að stija undir þessari ásökun síðan hún var stofnuð, að hún væri stefnulaus. Þetta hefur orðið til þess að nú er hún með mun skýrari stefnu í öllum málaflokkur en nokkur annar stjórnmálaflokkur, ég skal renna stutt yfir hvern málaflokk fyrir þig fyrst ég hef kynnt mér hana :
Sjávarútvegsmál : Veiðileyfagjald. Þar hefur Samfylkingin fyrir löngu mótað sér þá sérstöðu að vilja halda kvótakerfinu, en breyta úthlutun kvóta á þann veg að aflaheimildir séu boðnar út. Þannig sér frjáls markaður á aflaheimildum um að skapa ríkinu tekjur fyrir þessa auðlind og þau fyrirtæki sem standa sig best eiga mestann möguleika á að sækja í sig veðrið, án þess að þurfa að leigja kvóta af þeim sem fá hann gefins.
Einkavæðing : Samfylkingin hefur verið hlynnt einkavæðingu Ríkisbankanna og Landsímans, en lagði framm tillögur um að búta upp Landssímann og selja hann í pörtum frekar en að selja hann í heilu lagi.
Evrópumál : Sækja um aðild. Samfylkingin fór í kynningarfundi meðal flokksmanna og svo póstkostningu til að ákveða stefnu sína. Stefnan er sú að sækja um aðild, sjá hvað kemur úr aðildarviðræðum og leggja þá niðurstöðu fyrir dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Efnahagsstenfa : Fellur að nokkru leiti undir evrópustefnu útaf evrunni. Samfylkingin gagnrýndi mikið óábyrga gengisstefnu Sjálstæðisflokksins og telur að hátt gengi nú sé að drepa miðlungsstór fyrirtæki. Ekki mun sala bankanna og fyrirhuguð stóriðja bæta þar úr og hefur Samfylkingin þessvegna lagt til að við tökum upp Evruna.
Landbúnaðarstefna og Neytandastefna : Fellur að nokkru leiti undir Evrópustefnuna líka, því við inngöngu í ESB myndir verð á unnum landbúnaðarvörum lækka um 40%. Um leið myndu kjúklinga og grænmetisbændur eiga erfitt uppdráttar og þyrfti því að bregðast við því, en sauðfjárbændur myndu halda sínum ríkisstyrk.
Lýðræðismál : Samflykingin hefur gagnrýnt samtvinningu framkvæmdar og löggjafarvald og því ætla ráðherrar samfylkingar að segja af sér þingmennsku. Einnig eru uppi hugmyndir að fækka ráðuneytum, möguleg sameining Sjávarútveg og Iðnaðarráðurneytis í eitt Atvinnumálaráðuneyti og Landbúnaðar og Umhverfis í eitt ráðuneyti. Samfylkingin ætlar einnig að auka ráðherraábyrgð, þannig að það sé ljóst hver sé ábyrgur fyrir klúðrum einsog t.d. Landsímamálinu síðast.
ég spyr frekar, hver er stefna hinna flokkanna sem bjóða uppá haldbæra stefnu (þeas allra nema VG sem eru umhverfissinna smáflokkur og þarf ekki að hafa skoðanir á öllu)