ok ég er árg. '84 og alveg frá því að ég var í 9.bekk hefur verið sagt við okkur að við myndum sleppa við allt svona samræmt dæmi í framhaldsskólum en svo bara kemur þetta allt í einu útúr kú. Skólarnir(eða allavega ekki minn skóli) búinn að fá neitt tengt þessu(engin blöð eða neitt) þegar menntamálaráðherra ákveður að gera þetta opinbert.
Veit ég um fullt af fólki sem er alls ekki sátt við þetta og sérstaklega eru það þó fjölbrautarskólarnir sem gætu þá ekki útskrifað í desember(þar sem prófin eiga að vera í janúar)
Svo er ég reyndar búin að heyra að það eigi bara að vera íslenskupróf í janúar 2004.
En ég bara spyr, hver er eiginlega tilgangurinn með þessum prófum??? Hvað eiga þau að bæta? Þau verða bara til þess að krakkar fari að velja sér skóla sem koma best útúr öllum greinum og bestu nemendurnir fari í sama skóla og hinir sem eru kannski ekki eins góðir verða að fara íhina… Og hvað svo með krakka af erlendu bergi brotnir(það má velja 2 af 3 prófum, ensku, íslensku og stærðfræði), kannski eru þau ekkert góð í stærðfræði og neyðast þá til að velja ensku og íslensku(sem er ekki þeirra móðurmál) og þurfa þá að ná 5(sem er lágmark til að ná). Ég held að þetta hafi ekki verið hugsað alveg út í ystu æsar…<br><br>Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll? ;)
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?