Fyrst Ingibjörg er komin í landsmálin af fullum krafti, þá finnst mér stjórnarandstaðan loksins vera kominn með forsætisráðherraefni sem hefur ekki verið til staðar í þennan áratug sem núverandi ríkistjórn hefur setið við völd.

Ég veit að það eru margir reiðir Davíð innan Sjálfstæðisflokksins, og til í að refsa honum fyrir framkomu sína síðastliðin ár. Ef það verða einhverntímann sviptingar í íslenskri pólitík, þá verða þær núna.

Það eina sem vantar er örlítið meira fylgi, nú munar 8% á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum, en ég er fullviss um að Ingibjörg á eftir að breyta því. Ég held við eigum eftir að horfa á þessa flokka verða jafn stóra í kringum kostningar, og að Samfylkingin eigi eftir að enda sem stærri aðilinn eftir kostningar. Hinir tveir verða bara 10% smáflokkar í baráttu þessara flokka.