Ég verð að segja það að ég treysti ekki einum einasta stjórnmálaflokk á Íslandi. Einum treysti ég kannski betur en öðrum fyrir að gera ekki skandal á þessu sviði, öðrum á hinu, en ég verð seint talin aðdáandi nokkurs þeirra.
Ég verð afskaplega lítið spennt yfir nýju blóði í stjórnmálunum, því mér sýnist þetta fólk vera meira og minna eins eða alla vega svipað. Stjórnmál á Íslandi eru að snúast upp í einhverja furðulega leiðtogadýrkun til hægri og vinstri og það virðist orðið skipta jafn miklu máli hvernig manneskja kemur fyrir heldur en hvað hún hefur að segja, hvað hún hefur gert og hverju hún hefur afrekað. Þetta segji ég án óvirðingar fyrir Ingibjörgu, Davíð og öllu þessu dýrkaða fólki. Persónulega þá vil ég ekki fá Ameríska stjórnmála showið allt saman hingað, ég geri aðrar kröfur til stjórnmálamanna en skemmtikrafta eða fegurðardrottninga, og ég myndi með gleði kjósa einhvern hundleiðinlegan fýlupúka, þó hann væri andfúll og í blettóttri skyrtu og segði aldrei brandara og hefði ekki sést hress áratugum saman sem ég hefði trú á, en það er því miður ekki í boði á Íslandi. Ekki það að ég viðurkenni að horfa meira á skemmtikrafta en beinar útsendingar frá alþingi,….mér líður nú samt bara betur að vita að ekkert hræðilegt sé að gerast þar meðan ég horfi ekki, og gæti ekki verið meira sama hvernig fólkið er klætt eða hvort það er eitthvað afskaplega “leiðtogalegt” í dag eða ekki.
Ábyrgð stjórnmálamanns á eingöngu að vera að stjórna vel,
rétt eins og ábyrgð skúringarmanns á eingöngu að vera að skúra vel.
Ef skúringarkona skúrar illa, nú þá á að reka hana býst ég við, hvort hún er skemmtileg eða ekki á ekki að skipta máli.
Svo þarf fólk að sanna hæfni fyrir ýmis konar störf, og vísa fram prófskírteinum og verðlaunum, meðmæli fyrir hvað viðkomandi sé afskaplega hugguleg manneskja og hress alltaf, nú eða fyndinn, eru einskis metin hjá alvöru fyrirtækjum býst ég við, meðmælin þurfa að innifela eitthvað raunverulegt.
Geymum kröfur um sjarma ,persónutöfra, húmor, fegurð og allt það fyrir stjörurnar.
Æ, hvað er ég að röfla þetta? Ég bara þooooooooooli ekki þetta endalausa röfl um hvað Davíð og Ingibjörg séu æðisleg. Dæmum þau af verkum sínum rétt eins og skúringarfólk, nema við ætlum að senda þau til Hollywood að vinna sér hylli heimsins á fallegum brosum! Þetta er óþolandi! Plíííís, plííííís , plíííííís ekki segja mér hvað þau séu æðisleg eitthvað.