Það er reyndar margt jákvætt við Vestræna menningu og Tyrkland stendur furðu framarlega að mörgu leyti.
Ég er hins vegar á því að öll menning hafi góðar og slæmar hliðar og sú Vestræna einnig. Verst af öllu er menning sem er ekki sjálfsgagnrýnin. Það best við að aðrar þjóðir færu að taka upp Vestræn gildi í meira mæli væri, fyrir mér, að við gætum þá kannski, með minnkandi heimi, farið að taka upp það góða úr þeirra menningu í auknum mæli. Hætt þessu endalausa kapphlaupi við tíman og peningana, og farið að LIFA, sem þetta fólk kann margt ennþá en við höfum mörg glatað. Það er dásamlegt að labba um með fólki af Afrískum uppruna um markaðstorg og virkilega LYKTA af öllum matnum í kringum sig, það getur kennt manni að þekkja þúsund lyktarafbrigði. Þetta fólk stendur okkur miklu framur að mörgu leyti og það er heilmikil upplifun að kynnast því.
Ég held að Vestræn gildi séu ekki málið nei, fremur hræðsla, og hræðsla þarf ekki að vera réttlát eða rökrétt. Ég held að BNA og Bretland séu, sem heimsveldi og fallið heimsveldi, afar hrætt par, vitandi hvernig almennt fer fyrir heimsveldum og öfundina og illviljan sem þau verða fyrir. Hvort það á við rök að styðjast veit ég ekki. Að koma vestrænum gildum upp á þetta fólk er því fyrst og fremst öryggisráðstöfun….Ég meina Tyrki eru ólíklegri en Saudi Arabi til að vera hryðjuverkasinnaður eða Gyðingahatari, Tyrkir búa reyndar margir yfir furðulegri tryggð við Gyðinga sem er afar sjaldgæft að finna meðal múslima og er flókin saga á bak við það. Ísrael og BNA tengjast vissulega, svo bandaríkin hafa ástæðu til að óttast alla , sem verndarar Ísraels, sem er illa við Ísrael, jafn mikið og sína eigin persónulegu óvini.
Upplýsingar mínar um Írak hef ég úr skólanum og svo frá fólki sem þar hefur búið lengi (Vestrænu fólki, ekki Írökum) og ýmsu sem ég hef lesið. Ég býst við að þær séu réttar.
Auðvitað er málið flókið er ég held að kjarninn sé ótti, og þessi “boðun vestrænna gilda” mest bara tjáning á þeim ótta, og burt séð frá því hvort það er réttlátt eða ekki, ekki að öllu leyti svo óskynsamlegt.
Mér þætti sjálfri samt persónulega skynsamlegra að taka upp einhvers konar alþjóðlega fræðslu um mismunandi menningarheima og stuðla að slíku, til dæmis á vegum sameinuðu þjóðanna, heldur en að reyna að steypa alla í sama mót.
Skilningur er nefnilega sterkara vopn í baráttunni við stríð, deilur og misskilning en conformismi.
En þá þyrfti að sjá til að sú kennla væri hlutlaus, hlutlausir fræðimenn jafnt sem múslimar myndu fræða vestræna menn um Islam og menningu þess, og hlutlausir fræðimenn jafnt og vestrænir fræða menn í Islamska heiminum um Vestrænt samfélag.
Mig minnir að AL GORE hafi einmitt haft einhverjar hugmyndir í þessa átt og mér þóttu þær frábærar enda er hann stórlega vanmetinn maður, hann lumaði á frábærum hugmyndum og það var mikill missir fyrir Bandaríkin að hann varð ekki forseti. Hann trúði einmitt á svona global kennslu um mismunandi menningu, og eins hinn sameiginlega kjarna trúarbragða og menningargilda, svo sem náungakærleika og að slíkt væri sniðugt að innleiða í Bandaríkjunum. Þá væru ekki þessir öfga þjóðernissinnnar þar á hverju strái eftir 11 sept kannski? Og þá myndi vaxa upp kynslóð Kana sem væru ekki með þennan “hroka” og með því að breiða út slíka menntun yrði “hrokinn” minni annars staðar líka. Þetta er ekki alls lausn en gæti stuðlað smá pinku pons að heimsfriði, eða amk skilningi.
Hann talaði reyndar mest um þetta sem ungur maður fyrir mikil afskipti af stjórnmálum og skrifaði um það bók sem var gefin út. Ég held þó að hann hafi aldrei sagt skilið við þessar hugmyndir og það hefði verið merkilegt að sjá hvað hann hefði getað gert sem forseti í að gera Bandaríkjamenn að skilningsríkari þjóð, og vonandi óvini þeirra um leið (þessu átti þó auðvitað ekki að þröngva upp á neinn). Mér finnst sorglegt að hann hafi dregið framboð sitt til baka. Hann mælir með Lieberman í staðinn, sem ég held reyndar að sé þokkalega heiðarlegur miðað við Bush en of íhaldsamur og gamaldags. Al Gore hefði verið ólíkt betri en þeir báðir og betri en Clinton líka, tel ég, og verið einmitt það sem Ameríka hefði þurft á að halda svo þeir gætu kannski farið að horfa aðeins út um gluggan í staðinn fyrir að halda að þeir séu alheimurinn og allt annað sé bara “some country called Europe or Africa or what ever.” þar sem allir eru voðalega ó-“free” eitthvað.