Þetta er auðvitað ekki alveg svona einfalt…Við erum að tala um skrifstofubákn, flækjur slíkra völundarhúsa og óendanlegan misskilning af ýmsu tagi.
Mitt persónulega álit á þessu máli er að auðvitað er einstaklega sorglegt að þetta fólk skuli ekki fá sínar “bætur” (eins og það væri hægt að bæta nokkrum annað eins, og já, megi “veslings” bankarnir í Sviss fara á hausinn fyrir mér.) Og já, það hefur greinilega ekki verið staðið nógu vel að þessum málum.
En……þú getur ekki kallað verkefni þessara samtaka “gæluverkefni”.Við erum ekki að tala um nýtt íþróttahús á Neskaupstað, heldur vinna þessi samtök að framtíðar öryggi þess hóps sem lengst allra hefur búið við ofsóknir og mannréttindabrot öld eftir öld. Flestum Gyðingum, sama hvaða “flokki” þeir tilheyra, finnst þessi samtök vinna gott mál, og eru sammála þessum málstað, enda greiða vel flestir Gyðingar slíkum samtökunum peninga. Ef Gyðingar almennt væru á móti þessum samtökum og slíkri fyrirhyggjusemi, myndu þeir auðvitað ekki greiða í þau.
Mér finnst á “tilfinningalegu” plani sorglegt að þetta fólk fái ekki peningana sína, en ef maður hugsar þetta skynsamlega þá hafa Gyðingasamtökin nokkuð til síns máls að vera ekki að borga áttræðum hræðum þetta sitt í hvoru lagi, heldur gera frekar heiminn að öruggari stað fyrir börnin þeirra allra með að eyða honum í sameiginleg verkefni sem eiga alls ekki skilið að kallast “gæluverkefni” , til þess er tilgangur þeirra of stór.
En fyrst og fremst finnst mér að fólk eins og ég og þú, sem erum ekki Gyðingar, eigum ekki rétt á að dæma þetta. Það er eins og frekur og óþolandi, leiðinlegur og þröngsýnn gestur í matarboði sem fer að blanda sér í deilur heimilsmannanna, sem eiga sér kannski áralanga sögu sem hann þekkir ekki, innan menningarheims sem er honum ókunnugur, hann hefur ekkert raunverulegt vit á eða innsýn í.
Í ljósi þess að ótal Gyðingar, líka margir þeir sem hafa lifað helförina af, líta Finkelstein hornauga, aðallega afþví að hann er orðinn átrúnaðargoð nýnasista og öfgasinnaðra múslima og lifir góðu lífi fjárhagslega á bókaútgáfu um “hneykslismál” innan Gyðingasamfélagsins, fyrirlestrahaldi um slíkt , aðallega fyrir aðra en Gyðinga, og nýtur eðlilega mikilla vinsælda í til dæmis Þýskalandi (meðal annars hjá gömlum nasistum),….þá finnst mér mér einfaldlega ekki heimilt að hefja hann upp yfir alla gagnrýni, meirihluti Gyðinga er varla hálfvitar, og svo kemur þetta hvorki mér né þér við, frekar en að Gyðingar ættu að skipta sér af innanlandsmálefnum Íslands, nema þá þessar örfáu hræður þeirra sem hér búa.
Ég vil ekki vera frekur gestur sem fer að raða í skápana hjá öðrum þegar mér er boðið í kaffi. Finkelstein nýtur mikillar hylli meðal ekki- Gyðinga af verra taginu , en er litinn hornauga af ótal, ótal Gyðingum sem hafa ekkert með samtök af neinu tagi að gera, jafnvel margra sem lifðu helförina, sem hlýtur að segja sitt. Vera má að það sé órökrétt hræðsla byggð meðal annars á því að hann hefur barist fyrir málsstað Palestínu í fortíðinni með hætti sem mörgum þótti fela í sér óvirðingu á Ísrael, en það ber samt að virða tilfinningar þessa fólks, Ísrael er jú mörgu þeirra talsvert meira virði en peningarnir sem þú ert að tala um, enda almennt litið á það sem skjöld til frambúðar til að tryggja að þessi þjóð lifi af, og þó okkur kunni mörgum að finnast það einkennilegt, þá ættum við að muna hvaðan við erum að horfa. Við erum ekki Gyðingar og komum ekki af fólki sem enn í dag er varla öruggt neins staðar, nema þá í Ameríku, þess vegna er þetta fólk jú að flýja til Ísrael í dag héðan og þaðan úr heiminum (mest Austur Evrópu þar sem það býr margt við stöðugar morðhótanir). Við ættum heldur ekki að skipta okkur af þeirra erjum eða þykjast hafa vit á hvað þeim er best að gera við sína peninga, til þess höfum við ekki vit, né þekkingu, og allra, allra síst rétt. Þetta er ekki okkar hús.
Orðaval þitt eins og “gæluverkefni” þegar talað er um samtök sem 99% Gyðinga virða og hafa það að lífstíðar verkefni sínu að tryggja öryggi Gyðinga til frambúðar eins vel og hægt er, og “blóðmjólkun” um Svissneska banka sem enga virðingu eiga skilið,……sýna mér að þú virðir bara hlið Finkelsteins á þessu máli og hefur varla þekkingu á hinni, sem er þó sú hlið sem stór hluti Gyðinga hingað til hefur kosið að taka.
Þetta mál kemur engu að síður hvorki þér né mér við.
Mér finnst sjálfri afar illa að þessum málum staðið, en er ekki sá einfeldingur, eða sú frekja, að dirfast að halda að þetta sé svona einhliða eða að ég hafi rétt á að dæma þetta. Ég hef mikinn samúð með fórnarlömbum helfararinnar, en finnst um leið spurning hvort það hafi ekki verið óþarfi að blanda restinni af heiminum í svona viðkvæmt mál og að hann hefði mátt fara um það mýkri höndum og spara stóruorðin. Það skiptir oft meira máli hvernig eitthvað er sagt og í hvaða stíl heldur en hvað er sagt, gott hjá honum að fjalla um málið, en það þyrfti að gera af meiri sanngirni. Margt sem hann segir er svo afskaplega hæpið og ég vil varla hafa það eftir. Til dæmis að margir sem sæki um þessar bætur (nú þykist hann vera að reka mál þessa fólks) hafi ekki rétt á að kallast fórnarlömb helfararinnar, en ég býst við að það hvað hann fer óvarlega með slík orð án þess að hafa neitt til að sanna mál sitt, og fjalla um slíkar kjaftasögur í fyrirlestrum sínum, ekki viturlegt né rétt, en slíkt hafa nýnasistar, wahabistar og slíkir einmitt gripið á lofti. Þessar aðferðir hans finnst mér grafa undan annars réttlátri baráttu hans og gera skiljanlegra sjónarmið þeirra sem segja hann óheiðarlegan tækifærisinna sem er að þessu til að græða peninga og beitir brögðum og jafnvel slúðri til að fá athygli.
Ég efast um að þetta sé rétt hjá þeim, en ég verð að segja að mér finnst í fljótu bragði báðir aðilar hafa rangt fyrir sér ef eitthvað er. Hann að berjast með þessum vafasama hætti, sem er kannski af fyrirhyggjuleysi að miklu leyti og engu alvarlegra, og þeir sem hann berst við fyrir að hugsa of mikið um framtíðina án þess að gefa nútíðinni neinn gaum. En ég veit ekki hvort þetta er rétt hjá mér, en veit þó mjög vel að þetta…….kemur mér ekki við upp að því marki að mér leyfist að taka mér dómarasæti í þessari deilu, og breyta henni í einhverja baráttu púka við engla eða góðs og ills, eða mála hana svarthvítum litum sem klæða hana illa og sýna hana aðeins í ljósi fáfræðinnar. Fæstar baráttur þessar heims eru af þessu tagi, og við gerum illt með að færa þær niður á slíkt teiknimynd plan og breyta öllu í gott versus illt sem hefur ótal hliðar og fleti, þetta gerum við oft til að líða betur í “skiljanlegri”, einfaldari, “svart-hvítari” heimi, ……en gerum um leið heiminn litlausan og ómennskan því við höfum ekki lengur samúð með báðum hliðum og ætlum öllum allt það versta, eða besta, án þess að pæla í málunum. Þegar við förum þannig með baráttur sem fara fram í annars manns húsi, og eru ekki okkar, erum við ekki aðeins að gera misheppnaða tilraun til að einfalda heiminn……..við erum að sýna óvirðingu með því að setja okkur í dómarasæti í deilum í annars manns húsi. Það er mín skoðun.