hugsjón.
Það eru alveg nú tíðindi fyrir mér að ég sé “d-lista manneskja”
því ég hef enn ekki gengið í stjórnmálaflokk hér á landi né heldur starfað með nokkrum slíkum.
Satt best að segja skiptir það mig engu máli hvar í flokkum menn
standa sem ganga fram með ótrúverðugleika, því í mínum huga flokka þeir hinir sömu sig sjálfkrafa í annars flokks stjórnmálamenn hvort sem um er að ræða ráðherra eða borgarstjóra.
Málefni Reykjavíkurborgar snúast EKKI um það hvort meiri eða minni hluti þjóðar vilji breytingu á landsstjórn, enda ákveða landsmenn slíkt sjálfir við kosningu til þings.
Borgarbúar hafa hins vegar kosið forystu til sveitarstjórnar í Reykjavík, sl vor., þar sem Ingibjörg Sólrún gaf kost á sér sem borgarstjóraefni og hlaut til þess brautargengi.
Yfirlýsingar þeirrar hinnar sömu við kjósendur sína fyrir kosningar þess efnis að hún myndi ekki hverfa á braut til þáttöku í landsmálum, frá stjórn borgarinnar, voru afgerandi.
Sökum þess er sú ákvörðun er hún hefur nú látið frá sér fara,
hrein og bein svik við kjósendur.
Að Ingibjörg sé “ eini lykillinn að mögulegri breytingu ” verður að telja vægast sagt fjarstæðukenndur málflutningur, ekki hvað síst í ljósi þess að stjórnunarhættir hjá Reykjavíkurborg hafa verið ef eitthvað er, enn verri en hjá ríkinu í offari skatta og
þjónustugjöldum alls konar, láglaunapólík o.s.f.rv.
Ég vil benda á það að öll þjóðin býr enn ekki í Reykjavík sem betur fer, og mér best vitanlega hefur enn ekki verið gerð skoðanakönnun á landsbyggðinni um “ hugmynd ” borgarstjóra til framboðs fyrir einn flokk af þremur er sú hin sama tók að sér að standa fyrir sem borgarstjóraefni í höfuðborg landsins.
( sem hún hlaut kosningu til )
Spurning þín “ Eiga lykilmenn flokkanna að setja flokkshagsmunina ofar hagsmunum fjöldans ? ” er spurning sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þarf að svara fljótlega, ásamt svila sínum Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar
þar sem sú hin sama hefur kosið að ganga fram með því móti sem hún hefur nú gert að ég held mér og öðrum til undrunar.
Virðing hennar fyrir því bandalagi flokka sem hún stendur sem kosinn borgarstjóri og inniheldur hvoru tveggja VG og Framsókn í borgarstjórn er nákvæmlega ENGIN og í ljósi þess má segja að allt eins sé óþarft að viðhafa lýðræðislegar kosningar eða standa að hvers konar samstarfi á stjórnmálasviðinu til þjónustu við almenning, því almenningur er hafður að engu í því sambandi.
Sá flokkur þ.e samfylking, sem borgarstjóri hyggst nú setjast í framboð fyrir
til þings sem kosinn fulltrúi R-lista, þ.e. samfylkingar, framsóknar og vg,
við stjórn borgarinnar,
hefði nefnilega ekki einn og sér náð meirihluta við stjórn höfuðborgarinnar.
Það er hverjum heilvita manni ljóst.
Hókus pókus aðferðir formanns Samfylkingar ættu með réttu að leiða til afsagnar þess hins sama hið fyrsta ef meiningin er að veita trúverðuga andstöðu gagnvart sitjandi stjórn hér á landi, sem enginn hefur verið allt kjörtímabilið síðasta.
Sá pólítíski loddaraháttur sem hér hefur verið skráður á spjöld sögunnar við það að hafa ´“ lýðræði að hentugleikum sérstakra flokkshagsmuna ” er til skammar og sízt til þess fallin að
breyta nokkru einu þvi einasta sem hér er þörf að breyta í þessu landi heldur þvert á móti til að drepa málum á dreif þar sem enginn einn mun þar eðli máls samkvæmt breyta því sem breyta þarf þótt klifrað hafi á toppinn um tíma.
kv.
gmaria.