Framkoma Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gagnvart samstarfsflokkum sínum í R-Listabandalaginu er einsdæmi, og ljóst er að sú hin sama metur ekki mikils þá flokka er staðið hafa á bak við hana til kjörs sem borgarstjóri.

Sama máli gegnir um virðingu gagnvart kjósendum því miður.

Þessi ákvörðun hennar nú finnst mér síður en svo til framdráttar fyrir konur í stjórnmálum á Íslandi og reyndar slæm birtingarmynd á því hvernig völdin geta villt fólki sýn, ofan úr Fílabeinsturninum við of langa dvöl þar uppi, og nú hefur kona
slegið þar öll met.

Viðbrögð Samfylkingarmanna eru álíka því að þeir hafi allt í einu eignast “ kvóta ” ( kjósenda )fyrir ekki neitt.

Ég tel reyndar að Samfylkingarmenn , jafnmargir jólasveinum að minnsta kosti komi furðu lostnir af fjöllum við þessar fréttir eins og samstarfsmenn í R-listanum og þessi einleikarakonsert borgarstjóra að virðist þó með undirleik foringjans kunni að þykja nokkuð sérkennilegur þar sem a.m.k. tvær ef ekki þrjár jafnhæfar konur borgarstjóra í pólítik er að finna þar á bæ.

Til hvers var prófkjör viðhaft ?

Til að hafa kjósendur og frambjóðendur að fíflum ?

Vantar lög um starfssemi og samstarf stjórnmálaflokka, eða kanski sérstök lög um siðferðileg álitamál í því efni ?

Eitt í dag og annað á morgun er einfaldlega afar lélegt fordæmi af forystumönnum í stjórnmálum, nákvæmlega sama hver á í hlut og allsendis ekki það sem þjóðin þarf um þessar mundir eða sú kynslóð sem hér er að alast upp, því eftir höfðinu dansa limirnir.

með góðri kveðju.
gmaria.