Sæll Vignir,
Já, ef kenningin um að algert jafnvægi ríkti milli fólksfjölda, neyzlu og atvinnu, og því skipti engu máli hvað margir flytjist til landsins, sem sumir vilja halda fram, gengi upp væri sennilega ekkert til sem héti atvinnuleysi. Gallinn er bara að kenningin gengur ekki upp nema upp að vissu marki. Það er bara ekki neitt 100% jafnvægi þarna á milli. Það bregður alltaf eitthvað út af í því sambandi og þegar slíkt er farið að hlaupa á einhverjum prósentustigum í atvinnuleysistölum ætti hverjum að vera ljóst að slíkar töfrakenningar segja ekki nema hálfa söguna.
Það er auðvitað ekkert gefið að fólk skapi svo og svo mikið af nýjum störfum með neyzlu sinni, sérstaklega ekki þegar margir af þeim útlendingum sem vinna hér á landi senda víst stærstan hluta launa sinna til heimalanda sinna og því er þeim peningum ekki eytt hér á landi og skapa þar af leiðandi engin ný störf hér. Aðrir útlendingar hér á landi eru víst oft upp til hópa mjög nægjusamt fólk og eyðir ekki nærri eins miklu og t.d. hinn dæmigerði Íslendingur. Auðvitað ræður fólk því hvort það eyði peningunum sínum, og þá hvernig, á meðan það er löglegt. En það breytir því ekki að allt þetta miðar að því að grafa undan fyrrnefndri kenningu sem gengur einfaldlega út á það, eins og svo margar aðrar kenningar, að heimurinn sé miklu einfaldari en hann er.
Það segir sig annars væntanlega sjálft að það er ekkert vit í því að að gefa út 465 ný atvinnuleyfi til útlendinga á þessu ári (til viðbótar við endurnýjuð atvinnuleyfi sem eru mun fleiri) þegar 3.000 manns eru atvinnulausir á Íslandi og þar af 2.000 á höfuðborgarsvæðinu. Á atvinnuleysisskrá verkalýðsfélagsins Eflingar eru 800 manns og þar af á annað hundrað erlendra manna. (Sjá Fréttablaðið í dag t.d.) Hvaða vit er í því slíku? Mætti halda að það væri skortur á atvinnulausum á Íslandi.
Svo vitna menn í einhverja rannsókn í Bretlandi fyrir skemmstu. Án efa margt til í henni þó maður taki öllu svona með fyrirvara, ekki hægt að útiloka að pólitísk lykt sé af þeirri vinnu þó ég viti auðvitað ekkert um það, a.m.k. ekki á þessari stundu. Hins vegar er afar varasamt að ætla sér að heimfæra þessa rannsókn, sem miðuð var við brezkar aðstæður og berzkt þjóðfélag, beint yfir á t.a.m. Ísland eins og sumir vilja gera.
(Ath. Þetta er auðvitað ekki beint til þín sem gagnrýni á neitt sem þú sagðir, þetta eru bara svona hugleiðinga varðandi þetta umræðuefni :))
Es. Já, ég má sjálfsagt búast við að vera kallaður rasisti fyrir þessi skrif, að ég skuli voga mér að horfa á þessi mál frá öðrum sjónarhóli en ákveðinna aðila. Já, vondur er maður :Þ<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.