Sæl öll,
Merkilegt hvað sumir, sem halda því blákallt fram að þeir séu að berjast gegn fordómum og fáfræði, geta svo reynzt fordómafullir og fáfróðir sjálfir þegar upp er staðið. Slíkir menn dæma sig auðvitað langbezt sjálfir.
Staðreynd málsins er einfaldlega sú að allir fordómar eru slæmir, sama gegn hverjum þeir beinast og hver gerist sekur um þá, en ekki bara sumir eins og téðir menn virðast halda. Þetta vita þó væntanlega flestir sæmilega skynsamir menn þó umræddir aðilar virðist ekki átta sig á því.
Annars verður ekki betur séð en að stór hluti þeirra meintu fordóma, sem þessir menn sjá í hverju horni að því er virðist, séu langt frá því að vera raunverulegir fordómar og þannig einungis eiga sér samastað í ímynduðum heimi umræddra manna.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.