Já Alcoa kann svo sannarlega að fara vel með umhverfið:
Talsmaður Alcoa sagði sjálfur að ástæðan fyrir því að Alcoa vildi leggjast í þessa framkvæmd hér á landi sé sú að hérna er svo lítil mengun fyrir, og því verða þeir ekki sektaðir fyrir að menga eins og þeir hafa verið annars staðar.
Nú er verið að kæra Alcoa í texas vegna þess að þeir hafa ekki farið eftir lögum um mengun. Námuvinnsla þeirra mengar meira en allar aðrar námur og verksmiðjur í texas! Sjálfur Bush snerist til varnar fyrir Alcoa á þeim árum sem hann var ríkisstjóri texas þegar að átti að loka þessari verksmiðju, með því að breyta lögunum um mengun í texas í sífellu. Það er vel skiljanlegt í ljósi þeirra risastóru fjárframlaga Alcoa til kosningasjóðs Bush, þegar hann fór í framboð. Margir starfsmenn Alcoa í texas eru einnig að kæra þá vegna þess að þeir hafa fengið sjúkdóma eftir að hafa komist í snertingu við Asbest í vinnunni. Einnig eru þeir á góðri leið með að drepa út einhverja körtu tegund nálægt Houston.
Alcoa rekur eitt stærsta álver í heimi í Pinjorra í Ástralíu, en þar hefur fyrirtækið verið staðið að því að segja ósatt um innihald útblástursins frá álverinu,þetta komst upp þegar að blaðamenn foru að rannsaka óhemju hátt hlutfall krabbameins í fólki á svæðinu. Kom í ljós að Alcoa hélt leyndri vitneskju um krabbameinsvaldandi efni í útblæstrinum frá Álverinu. Og eitt hverfið (sem er í 6 km fjarlægð frá álverinu) hefur fengið uppnefnið “cancer-street” í fjölmiðlum. Alcoa gaf upp 2.2 kg af flúor (sem er MJÖG krabbameinsvaldandi efni) sem innihald útblástursins árlega, en í raun inniheldur útblásturinn 390 kg af þessu efni.
Alcoa rekur verksmiðju í mexíkó sem framleiðir hluti sem fara í bílaframleiðslu. Starfsmenn þar eru beittir miklu misrétti, Alcoa breytir ekki launum í hlutfalli við verðbólgu, og borgar því ekki starfsmönnum nógu há laun til þess að þeir geti lifað.
Alcoa er að byggja stíflu í Brasilíu, líkt og hér. En þar vinna stjórnvöld með þeim og er sama um náttúruna, og leyfa þeim að ganga eins langt og þeir vilja. Því er 7000 frumbyggjum svæðisins gert að flytja gegn vilja sínum, og stór svæði amazon frumskógarins munu fara undir vatn, breyting á aðstæðum mun setja sjaldgæfar dýrategundir sem búa bara á þessu svæði í enn meiri útrýmingarhættu, ef ekki útrýma þeim endanlega, þar er um að ræða margar tegundir af dýrum, tvær tegundir af mjög sjaldgæfum höfrungum sem búa í ánni sem kemur til að hverfa, apategundir og 20 tegundir af fiskum sem búa í umræddri á.
1960-1975 gerðu tvö fyrirtæki, Alcoa og Reynolds Metals Co, verndarsvæði mohawk indjána í ameríku óbyggileg. Allar kýr þeirra drápust vegna mengunar.
Viljið þið vinna fyrir þetta fólk?