Ég hlýddi á starfsmann Útlendingaeftirlitsins, í viðtali á útarpi Sögu nú á dögunum þar sem sá hinn sami tjáði sig m.a. um það að
engin stefnumótun af hálfu íslenskra stjórnvalda væri til, hvorki hvað varðar fjölda innlflytjenda né heldur málefni þeirra almennt.

Sjálf hefi ég ekki heyrt einn einasta kjörinn þingmann er situr á Alþingi ræða þessi mál á opinberum vettvangi.

Hver er ástæðan ?

Getur það verið að íslenskir stjórnmálaflokkar allir sem einn
ÞORI ekki að ræða þessi mál af ótta við “ rasistaflokkun ” ?


Í framhaldi af því má spyrja hvort þeir hinir sömu átti sig ekki á því að núverandi skipulag mála er þeir hinir sömu hafa búið til
þýðir það að sá fjöldi innflytjenda sem hingað er kominn til búsetu í landinu mun gera kröfu til þess málefnum þeirra verði sinnt sem skyldi af kosnum fulltrúum þjóðarinnar, hvers eðlis sem þau eru.

Sjálf hefi ég aldrei upplifað eins mikinn tvískinnungshátt að mér finnst vera og varðandi þessi mál þar sem svo virðist að markaðshyggjumönnum finnist það allt í lagi að útlendingar vinni hér lægst launuðustu störfin meðan á þarf að halda, til að fyrirtækin græði sem mest, svo geti þeir bara mátt meðtaka atvinnuleysi fyrstir manna, þegar draga þarf saman og atvinnuleysi eykst, burtséð frá því að þeir hinir sömu hafi hér fest rætur.

Með þessum aðgerðum hefur samhliða tekist að halda uppi láglaunastefnu í landinu, þar sem engin virðist hafa eygt það að lág laun þýða lægra hlutfall skattþáttöku á heildina litið, og þar með minni tekjur í samneysluna og því er ómögulegt að lækka skattprósentuna, svo hægt sé að reka hina rándýru heilbrigðisþjónustu í ríkisrekstrinum svo eitt dæmi sé tekið.

Hin háa skattprósenta veldur því að láglaunamenn hér á landi
af erlendu og innlendu bergi brotnir flokkast því í fjötra fátæktar, meðan stórfyrirtækin braska með gróða nær skattlaust og leggja lítið af mörkum til samfélagsþjónustunnar.

Það verður forvitnilegt að vita hvaða flokkur mun verða fyrstur til þess að taka til máls um stefnu í málefnum innflytjenda
á Íslandi.

með góðri kveðju.
gmaria.