Líkurnar á því að Ísland lendi í stríði eru aðuvitað hverfandi, þrátt fyrir það að Þjóðverjar hafi til dæmis á sínum tíma *ætlað* að ráðast inn í Ísland á einhverjum forsendum, enda voru þeir þá með flugvélar sem drifu ekki neitt. Þá var það kostur að hafa Ísland, en í dag er það bara tímasóun, svo að það væri óttalega pointless að ráðast á Ísland, nema einmitt vegna þess að Bandaríkjaherinn er hérna.
Að mínu mati kæmi það sér mjög illa að hafa Bandaríkjaher hérna ef það kæmi til stríðs, því að ef þriðja heimstyrjöldin yrði, yrði það allra líklegast kjarnorkustríð (því að svo mikið af bavíönum eiga kjarnorkuvopn nú á dögum), og þá myndi ábyggilega eitthvert sauðnautið ekki sjá mikinn missi í því að tæta í sundur svosem eitt stykki 300.000 manna sker í N-Atlantshafi, á meðan hann hefði annars enga ástæðu til þess á meðan herinn væri ekki hérna.
En þetta er bara tal. Ekkert bendir til þess að þriðja heimstyrjöldinn sé á leiðinni nema spádómar Nostradamusar, og þeir sem venja sig of mikið á að horfa á fréttir sem eru þarna bara til að ná í aðsókn í sjónvarp (og eins og allir vita seljast slæmar fréttir margfalt betur en góðar fréttir).
Aftur á móti græðum við Íslendingar talsvert á því að hafa herinn þarna. Það sem er slæmt við hann er hinsvegar mengunin sem stafar af honum, en ég og þú, einhverjir Pétur & Páll úti í bæ erum engan veginn hæfir í þá umræðu nema við höfum kynnt okkur efnið og sögu þess ítarlega. Þetta er margra áratuga gamalt mál.
Sjálfur er ég hlutlaus í þessari umræðu. Ég ætla ekki að þykjast vita nógu mikið um þetta til að staðhæfa eitt eða neitt, þó að ég gjarnan bendi og á punkta sem ég læt síðan fræðimenn eða Jón Jónsson úti í bæ um að nýta sér að taka í boruna.
En hvað sem því líður, ég held áfram að undirskrifa póstinn minn með \“Friður. Helgi Hrafn Gunnarsson.\”<BR><BR>Friður.
Helgi Hrafn Gunnarsson
helgi@binary.is