Einkavæðing eða ríkisvæðing?
Þegar talað er um minnka umsvif ríkisins og auka vægi hins svokallaða frjálsa markaðar þá get ég ekki annað en fyllst ótta. Hvað er í raun átt við? Fáir hafa það markmið með slíkri einkavæðingu að afnema ríkið með öllu, en þrátt fyrir það þá stendur sú spurning ákallandi; hversu langt skal ganga? Þeir sem aðhyllast róttækar breytingar óska sér þess að ríkið hætti afskiptum af heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og annari slíkri félagslegri þjónustu og takmarki afskipti sín við almenna löggæslu, dómskerfi, her og því að setja almennar leikreglur fyrir þjóðfélagið líkt og á 19. öld. Boðberar slíkra skoðana eru þó fáir og flestir andstæðingar ríkisafskipta hafa hófsamari skoðanir. Það sem fyllir mig ótta og áhyggjum eru þó ekki þessir framagreindu spámenn heldur sú litla andstæða sem þeir fá. Menn eru hættir að krefja slíka spámenn um rök og ástæður, fólkt virðist umgangast og virða þá líkt og bændur á miðöldum sem hlýða á predikun prests á sunnudegi. Dæmi: hugtakið ríkisafskipti hefur almennt neikvæða þýðingu í hugum fólks, jafnvel í hugum sumra svokallaðra vinstri manna. Nærtækara dæmi er það almenna viðhorf meðal alþýðu manna að ríkið ætti ekki að stunda atvinnurekstur. Sú staðreynd, að nær öll 19. og mikill hluti 20. aldar einkenndist af valdabaráttu hinna ríkjandi stétta og alþýðunnar um völd yfir ríkinu og hvernig það ætti að þjóna þegnum sínum, virðist alþýðu manna gleymt og grafið. Þessi valdabarátta snérist um það að tryggja hinum almenna borgara betri kjör á kostnað hinnar ríkjandi stétta. Þetta mikla stríð virðist samt jafn gleymt og sjálf seinni heimstyrjöldin. Hversvegna ætti markaðsvæðing að skila hinum almenna borgara betri kjörum en ríkisvæðing? Hversvegna eru allir svona fjandi vissir um að svo sé?