ok.. ég er búinn að fá mér nokkra öllara.. og ég var að spá.. ég lét kaupa 6 bjóra (stóra, 660 ml) því ég er ekki orðinn 20…
Það útaf fyrir sig er auðvitað fáranlegt, ég er 18 ára, sjálfráða.. samt má ég ekki kaupa bjór… Þetta meikar auðvitað ekki sens… útaf þessum fokking lögum er ég fokking lögbrjótur
Ok.. bjór er auðvitað rándýr í ríkinu út af tollum og shitti, og þegar þeir eru seldir á pöbbum, eða skemmtistöðum hælkkar verðið um kanski einhver 300%… þannig að það er sjitt dýrt að fara á fyllerí…. andskotinn….
það er dýrt að vera fyllibytta á Íslandi…
finnst ykkur ekki að áfengisverslun ætti að vera einkarekin á íslandi.. þá myndi verðið lækka… útaf samkeppni.. það er fáranlegt að ÁTVR sé ennþá starfandi.. þegar það fer að styttast í 21 öldina..
eins og flestir vita sem hafa skoðað greinar og korka á alþinigs og deiglu áhugamálunum.. þá vitið þið að ég er með einkavæðingu… hvað finnst ykkur.. á áfengisverslun að vera ríkisrekin ?
p.s ég reyndi að gera engar stafsetningarvillur og ég vona að það hafi tekist.. ekk dissa mig ef ég hef gert einhverja