Ég styð þá tillögu Valla57 að Fisk innan landhelgi Íslands skuli gera upptækan.
Og að fiskurinn verði færður til fólksins í formi einstaklingsbundins inneignarseðils sem tilgreinir hlutdeild í fiskikvóta landsins og gildir í 1 ár frá útgáfu degi, þannig getur eigandi annað hvort selt þessa inneign hæðstbjóðanda á opnum markaði eða veitt sjálfur sinn fisk.
Þó er ég ósammála því að það eigi að gefa útgerðunum 10 ár til þess að aðlagast nýjum tímum. Mér finnst óeðlilegt að útgerðirnar fái lengri aðlögunartími en 2-4 ár.
Taki einhverjir aðrir hér undir þessa tillögu hans Valla57 þá hvet ég þá eindregið til þess að taka það fram hér að neðan.
Séu einhverjir ósammála þessari tillögu hans þá vil ég vinsamlegast biðja þá um að vera ekki að tjá sig um það í þessum umræðukork.
Með kveðju
Alexande