Landbúnaðarlandið Ísland
Það hefur verið hefð fyrir því á Íslandi að líta á innlendan landbúnað sem hluta af þeirri ímynd sem einkenni sjálfstæði landsmanna, þ.e.a.s. að ef Íslendingar hætti að verða sjálfum sér nógir með landbúnaðarvörur, þá sé hætta á ferðum fyrir sjálfstæðið. Erlendar landbúnaðarvörur hafa lítið verið á boðstólnum, og hefur neytendum verið tjáð að þær séu nánast eitraðar. Og ef þær eru fluttar inn þá eru lagðir ofurtollar á þær. Tollar þessir eru settir á, því að landbúnaðarvörur frá ESB ríkjum eru jafnan niðurgreiddar. Með öðrum orðum, þær eru niðurgreiddar til Íslendinga af ESB. Sem ætti að teljast mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. En með þessu er sagt að verið sé að verið verja Íslenskan landbúnað. En hagur neytenda er ekki hafður að leiðarljósi, ríkið niðurgreiðir íslenskar landbúnaðarvörur með skattpeningum borgaranna svo að neytendur hafi efni á þeim. Þarna er aftur tekið meira tillit til minnihlutans(bænda), meirihlutinn er látinn borga brúsann. En bændastéttin er sennilega mesta “gælu-stétt” ríkisins, því beinir og óbeinir styrkir til bænda nema tugum milljarða á ári.