Ástæðan er sú að stefna dómsmálaráðherra byggist á íhaldssemi, ekki nútímalausnum….
Að þessu leiti eiga VG alveg samleið í stjórn með D, að því leiti að íhaldssemin í þessum málaflokkum hjá þeim er svipuð.
Öll dæmin um að boð og bönn og hert eftirlit og hertar refsingar sé ekki langtíma lausn, heldur skamtímalausn, hafa sannað sig aftur og aftur á Vesturlöndum, en Ísland þrjóskast við að taka upp sína lögreglustefnu eftir ofstækislöndum eins og Ástralíu og Svíþjóð.
Ástæðan fyrir því er sú að hér á Íslandi er pólitíkusum meira ummunað um að fá endurkosningu, en að gera eitthvað sem skiptir máli.
Það er sama hvaða glæpi við tölum um, hert bönn og hert eftirlit enda bara á einn hátt:
Til skamstíma minnkar glæpatíðnin, Ef rétt af því er staðið, en eftir nokkur ár er slakað á því aftur og hlutirnir fara í sama farið.
Síðan er hert aftur og eftir smá stund minnkar viðmiðið, þá þarf ekki mikið til þess að ástæða þykir til þess að herða enn refsingar og eftirlit….
Þetta er vítahringur sem endar aðeins á þann hátt að ríkið. í gegnum lögregluna, heldur þéttingsföstu taki á þegnum sínum (eigendum ríkisins), og það er ekkert annað en endurhvarf til hinnar óupplýstu fortíðar, þar sem fólk borgaði tíund eða var hengt…. þar sem að engra sannana þurti til að ákveða sekt fólks annað en slúður…… þar sem að endalausir fordómar kyndu undir ofbeldisverkum….
Nei bíddu við, þarna gætum við ef til vill verið að lýsa einhverju þriðja ríkinu, eða kannski einhverju múslima ríkinu…
Það er einmitt það sem ég er hræddur við að sé að gerast á landinu í dag.
Pólitíkusar notfæra sér hræðslu almennings við eiturlyf, ræningja og aðra afbrotamenn, til þess að fá fólk til þess að samþykkja frekari fjárveitingar í löggæslu…
Þegar svona mynstur byrjar að koma í ljós, þá minnir það mann óneitanlega á sovétríkin og þýskaland fyrir stríðið…. þar sem að hræðsluáróður var notaður til þess að efla leynilögreglur….. þar sem hræðsluáróður var notaður til þess að fólk gæfi frelsi til einkalífs á bátinn svo að ríkið gæti verndað það…….
blah framhald seinna þegar ég er í stuði