Á Íslandi þá eru fóstureyðingar löglegar. Þegar barnið er fætt þá fær móðurin yfirleitt forræðið. Og faðirinn þarf að borga meðlag með barninu. Hann fær að hafa barnið aðra hvora helgi, þ.e. bæði réttur barnsins og föðursins. En áður en barnið fæðist. Innan ákveðins tímabils frá getnaðar þá getur konan án samþykkis karlmannsins farið og fengið fóstureyðingu. Þar fær karlinn engann rétt. Þá eru þau rök notuð að þetta sé líkami konunnar og hún ráði hvað hún geri við hann. Hvað með fóstrið, þ.e. tilvonandi barnið. Hvað ef faðirinn vill eignast barn. Segist ætla að taka ábyrgð á því og vilji ekki meðlag. Konan þyrfti að vísu að “kveljast” í níu mánuði. En þá er spurningin. Hvort er mikilvægara. Réttur konunnar til að þurfa ekki að taka að sér ábyrgð og kveljast sökum eigin aðgerða og karlmannsins. Eða réttur karlsins til að taka að sér barnið. Síðan er náttúrlega þriðji kosturinn að ættleiða barnið.