“Þegar barnið er fætt þá fær móðurin yfirleitt forræðið. Og faðirinn þarf að borga meðlag með barninu.”
Ef parið býr ekki saman, þá fær móðirin yfirleitt forræðið og faðirinn borgar meðlag, alveg rétt. Eitthvað athugavert við það? Konur fá oftar forræðið vegna þess að þær eru almennt reyndari í að passa börn heldur en karlar. Hve marga stráka þekkir þú sem drýgðu tekjurnar með barnapössun frá tíu ára aldri og uppúr, og hve margar stelpur? Hvort er oftar beðið um að passa á meðan að mamma og pabbi fara út í búð, stóri bróðir eða stóra systir (þegar það er a.m.k. eitt stykki af hvoru á heimilinu)? Hvort eru það strákar eða stelpur sem fá oftar dúkkur og dúkkudót í jóla- og afmælisgjöf og eru hvött til þess að vera í dúkkó? Þar sem að svörin við þessum spurningum eru oftast nær stelpunum í hag (ég þekki engan strák sem vann sem barnapassari, en önnur hver stelpa í bekknum mínum (eða svo sýndist mér) passaði börn. Og það eru stelpur sem fá dúkkur og eru beðnar um leika sér rólega í dúkkó, ef bæði er að finna stóran bróður og stóra systur á einu heimili er það nær undantekningarlaust stóra systir sem passar), þá er eðlilegt að ætla sem svo að konur hafi meiri reynslu í umönnun barna.
Og ef það er ekki nóg, þá má benda á að fátt er talið eins hollt fyrir ungabörn og móðurmjólkin. Þar sem faðirinn er eðlilega ófær um að framleiða slíka mjólk yrði hann ýmist að fara reglulega til móðurinnar og fá mjólkina, eða þá að gefa barninu einhvers konar blöndur. Hið fyrra getur reynst ansi snúið ef þau eru á kafi í forræðisdeilu, og hið síðara er bara ekki eins hollt. Og þá höfum við tvö rök með því að konur eigi almennt og yfirleitt að fá forræðið.
Fari svo að þau búi ekki saman, foreldrarnir, og að barnið lendi hjá móðurinni, þá er ekkert sjálfsagðara en að faðirinn borgi meðlag. Þetta er jú hans barn, og hann skal taka ábyrgð á því að eins miklu leyti og hægt er að láta fólk bera ábyrgð á eigin gjörðum.
Og hvað er að því þótt kona geti farið í fóstureyðingu án þess að segja eitt aukatekið orð við faðirinn? Hún kann að vera í þeirri stöðu að hún hafi engan tíma til að vera ólétt - kannske lendir níundi mánuðurinn akkúrat þegar mest er að gera í skóla eða vinnu (lokapróf/lokaritgerð/jólagjafakaupatími). Kannske vill hún ekki ganga með barnið. Auðvitað mætti hér nota sömu rök og ég notaði áðan - að fólk skuli taka ábyrgð á því sem það gerir. Þau eiga hins vegar ekki eins vel við hér. Fóstureyðing er eins og neyðarhemill ef venjulegar bremsur virka ekki - og varla er hægt að skamma mann fyrir að taka í neyðarhemilinn ef hinar bila.
Og í öllum bænum - lærðu að brúka kommur …
All we need is just a little patience.
ok ok ok… jújú.. þetta er allt mikið MIKIÐ vafamál, það vitum við öll!! en af hverju er réttur konunnar alltaf meiri!?
ég er kona svo ekki taka mig sem einhvern gæja með króníska karlrembu…
Ok, tökum sem dæmi par. Þau eru kannski búin að vera saman í 1-2 mánuði, ekkert farin að pæla í barneignum. en svo ÚPSÍ alltí einu komið barn… hvað skal nú gera!? Hvorugt hafði hugsað sér barneignir.. Konan vill eyða því… karlinn vill eiga það. Hann er kannski allt í einu orðinn viss um að hann vilji eignast litla krúsídúllu sem hann getur elskað af alúð og annað áframhaldandi væmnis væl…
konan ræður…
barninu er eytt…..
annað dæmi! annað par… sömu aðstæður. Stutt samband, barneignir ekki komið til umræðu. ÚPSÍ! barn… Konan vill eiga, hún er tilbúin, karlinn ekki, hann er ekki tilbúinn. Og hvað gerist…? Jú, konan ræður aftur…
barninu eytt….
karlinn verður að læra að taka afleiðingum gjörða sinna…
en hvað með konuna í fyrra dæminu!?
Eins og ég segi er ekki hægt að svara þessu á einn réttan máta, en þetta er og mun alltaf vera mjög viðkvæmt mál! Hví hafa karlar engin réttindi sambandi við þetta!?
0
Réttur konunnar er meiri af því þetta er hennar líkami. Ekki vildi ég neyða konu til að ganga með barn í 9 mánuði og fæða það bara vegna þess að mig langaði í barnið.
T.d. ef konan hefur verið í slæmu sambandi. Hún fer ólétt út úr sambandinu en maðurinn segist vilja eiga barnið. Hún vill ekki eiga barnið og telur manninn ekki tilbúinn til að sjá um það. Hvað á að gera í svoleiðis tilfelli?
Og hvað ef konu hefur verið nauðgað en það sannast ekki og nauðgarinn er ekki dæmdur. Hún vill ekki eiga barnið en nauðgarinn vill fá það?
Eða hvað ef konan segist bara hafa verið í slæmu sambandi eða hafa verið nauðgað? Það er ekki það stór gluggi sem fólk hefur til að ákveða fóstureyðingu að það er ekki möguleiki að rannsaka öll mál á þeim fáu vikum sem það má ennþá eyða.
0
Ef ALLT ANNAÐ bregst, þá má huga að fóstureyðingum, en þetta er ekki einföld ákvörðun sem maður ætti að ákveða einn, tveir og þrír, heldur kanna alla möguleika og spá alvarlega í afleiðingunum. Þetta á EKKI að koma í staðinn fyrir getnaðarvörn. Fóstureyðing ætti að vera síðasta neyðarúrræði. Þetta er ekki bara spurning um ,,hennar líkama" heldur þann líkama sem hún ber innra með sér, fóstrið, og líf þess.
Nauðgun er náttúrulega allt annar handleggur og all flóknari.
Svo er líka til dálítið sem kallast ættleiðing.
0