Fámennur hópur manna og kvenna hafa barist í mörg ár fyrir því að varnarlið Bandarískahersins fari af landi voru. Þessi barátta á sér langa og leiðinlega sögu og virðast menn seinnt þreyttir á að berjast fyrir heimsku sinni.
Hvað er það sem að við höfum fengið frá Varnarliðinu:
1:Gjaldeyristekjur af veru þeirra árið 1995 voru 9.061.800.000 kr.
2:Árið 1998 höfðu 852 Íslendingar atvinnu af veru þeirra hér.
3:Þyrlusveitir þeirra hafa oftar en einu sinni komið sjómönnum okkar til aðstoðar og án þeirra hefðu mörg mannslíf tapast.
4:1973 skipti vera Varnarliðsins gríðarlegu máli fyrir Vestmannaeyjinga í eldgosinu sem að byrjaði á eyjunni.
Árið 2000 er ótrúlegt að heyra að til séu ennþá gamlir kommar sem að berjast fyrir veru varnarliðsins hér á landi. Ætli hljóðið væri ekki öðruvísi ef að gömlu Sovétmennirnir hefðu náð landinu. Ætli hérstöðvarandstæðingar færi þá ekki í sínar göngur frá Keflavík til Reykjavíkir.