Ég er persónulega á þeirri skoðun að lest til keflavíkur sé kjaftæði. En er hinsvegar alveg að verða brjálaður á því að ekki skuli vera hugsað um að setja lestarkerfi innan reykjavíkur í stað strætisvagna og leigubíla.
Umferðinn í bænum er fáránleg. Ekki bara það að 80% af ökumönnum keyra eins og þroskaheftir mongolítar með hægðartregðu, heldur er gatnakerfið hérna vægast sagt lélegt.
Annars er margt sem mér finnst að ætti að gera.
1. BANNA alla breytta jeppa innanbæjar.
2. BANNA alla breytta jeppa innanbæjar.
3. BANNA alla breytta jeppa innanbæjar.
4. BANNA alla breytta jeppa innanbæjar.
(ástæðan er einföld. Lang flestir “jeppa kallar” eru svo upteknir við að þykjast vera eitthvað stórir að þeir taka ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut í umferðinni, og EF þeir lenda í árekstri er það ekki fallegt. Ég hef oftar en einu sinni séð jeppa kominn hálfaleiðina uppá einhver bíl! Þetta er ekki bara lífshættulegt, heldur er akkúrat ENGINN þörf fyrir jeppa á höfuðborgarsvæðinu yfirleitt. Það sem bæjarbúar kalla “mikinn snjó” er yfirleitt svo lítið að ég get druslast um á fólksbílnum mínum og það á sumardekkjunum! Fyrir utan það, að hafa upphækkaðan jeppa á eftir sér er hættulegt, því að meður er staurblindur mest allan tímann. Það er ekki nóg með að ljósinn skýni beint inn í bílinn hjá manni, heldur hlaða þessir fávitar eins mörgum ljósum á reðurtáknið sitt eins og þeir geta!!!! HÁLVITAR upp til hópa.)
5. Kenna umferðarfræði í skólum.
6. Hækka bílprófs aldur uppí 21 árs (það hefur sýnt sig í gegnum árin, að við íslendingar erum ekki tilbúin í umferðina fyrir þennan aldur. Skoðiði bara á hvaða aldri flest slys eiga sér stað.)
7. Bílprófs tékk annað hvort ár til að sjá hvort fólk kann þetta ennþá.
8. Fólk sem komið er yfir sextugt á að fara í slíkt tékk árlega.
9. Fólk sem komið er yfir 70 á ekki að hafa bílpróf. Athygglis geta þeirra er ekki nógu góð.
10. KENNA FÓLKI AÐ DRULLA SÉR AF STAÐ Á LJÓSUM ÞEGAR ÞAÐ KEMUR GRÆNT. Það er ótrúlegt hvað sumir lolla þetta, og það komast kanski 5 bílar yfir á ljósum í einu. Þetta er aðal ástæðan fyrir að umferð gengur svona hægt á há-annar tímum.
11. Kenna fólki að nota STEFNULJÓS!!!! Það er ekki erfitt að nota þetta undratæki, ein lítil stöng.. upp til að fara til hægri, og niður til að fara til vinstri, og gefa merkið ÁÐUR en maður beygir.
Gusti, mjög pirraður á umferð í Reykjavík.