Nú var einhver þingmaðurinn að leggja fram frumvarp um að þyngja refsingar fyrir fíkniefnadóma.
Ég er á þeirri skoðun að við ættum frekar að lögleiða fíkniefni, þau eru komin til að vera, þetta er spurningin um eftirspurn og framboð. Það verður ekkert “Ísland án eiturlyfja 2002” og ekki heldur árið 2100.
Segjum sem svo að dóp yrði lögleitt:
Meiri peningar í ríkissjóð:
Efninu yrði ekki lengur smyglað, það yrði flutt inn. Ríkið myndi leggja tolla á þetta, svipað og með áfengið.
Samkvæmt DV þá kostar 1 gr. af hassi 150 kr. ef keypt er mikið magn í einu. Samkvæmt tölum SÁÁ er götuverð á hassi í kringum 2000 kallinn. Ef við miðum við að verðið myndi vera svipað þá gæti ríkið verið að taka kanski í kringum 500-1000 kall á hvert gramm sem flutt yrði af hassi.
Minni peningar úr ríkissjóði:
Ekkert FÍKNÓ. Þar sparast hellingur af pening, og hvað haldið þið að við séum að borga fyrir að læsa mennina sem eru einungis að redda fólki ÞVÍ SEM ÞAÐ VIL. Það er engin lítil upphæð.
Ekkert drasl. Ef að þessi starfsemi væri á yfirborðinu, þá værir þú viss um að þú værir að fá hass sem væri hass, ekki súputeningur eða eitthvað annað. Þú myndir einnig vita að e-pillan sem þú værir að fara að gleypa væri ekki blönduð með rottueitri.
Ég er viss um þó að fíkniefni væru lögleidd, þá myndi neytendum þeirra ekki fjölga. Ef þú vilt dópa þá geruru það, hvort sem það er löglegt eða ekki. Ég held að þó að fíkniefni væru lögleidd myndi það ekki leiða til þess að afi færi að sprauta sig og amma að reykja gras, nei þau eins og allir á landinu vita að dóp er vont fyrir mann. En þeir sem nota það vita það líka, þeim er bara alveg sama.
Síðan finnst með alveg fáranleg umræðan í sambandi við epillu daginn. Þar var dópsalinn gerður að einhverjum sem nánast treður pillum upp í kokið á þér, við vitum öll að þetta er ekki þannig. ÞÚ velur hvort þú vilt gleypa pilluna eða ekki. Síðan er það ekki eins og þú sjáir dílerinn vera að auglýsa sig mikið, það er frekar að fólk sem vill nota þetta, hringir og reddar sér efninu. Sama hvort það er löglegt eða ólöglegt.
Ég er alls ekki að segja að dóp sé gott og hættulaust, ég vil bara fá að ráða hvort að ég reykji hass eða það sem ég vill gera, svo lengi sem ég sé ekki að skaða einhvern annan. Þessir dópglæpir eru eiginlega glæpir án fórnarlamba, dílerinn vill græða pening og þú vilt nota efnið, samkvæmt lögunum þá eru þið báðir sekir.
Þess má til (ó)gamans geta að ég ýtti á “hreinsa” takkann áðan og er því þetta í annað skiptið sem ég skrifa greinina, ég veit að fleiri hafa lent í þessu, því bendi ég vefstjóra huga.is að taka “Hreinsa” takkan þar sem maður skrifar greinar.