Ég gluggaði í nokkuð athyglisverða grein í Degi þann 22 nóv. um það ástand sem gæti skapast í innanlandsflugi. Ég svosem skil Flugleiðir mjög vel að þeir vilji sjá hagnað af sínu flugi hvort sem það er til Vestmannaeyja eða New York. Það að reka fyrirtæki og sérstaklega það sem er almenningshlutafélag eins og FL snýst um það að skila hagnaði og arði til hluthafa. Þannig að ef flug til Vestmannaeyja skilar bara tapi að þá þarf að gera e-ð. Það sem sumir vita kannski ekki er að í orðinu áætlun hvort sem það er hjá strætó eða flugfélagi að þá skuldbindur félagið (í þessu tilfelli FL) sig til að fljúga sína áætlun jafnvel þótt að engir farþegar séu um borð. Þannig að ef þeir setja upp 5 ferðir á dag til Vestmannaeyja og sætanýting er kannski bara 60% að þá er tveimur ferðum ofaukið og allur hagnaðurinna af þessari 60% sætanýtingu fer í að greiða niður þessi afgangs 40%. Þá finnst mér nú mjög skiljanlegt að þeir vilji skera niður ferðir til Vestmannaeyja.
Við verðum nú einusinni að átta okkur á því að við erum rétt undir 300 þúsund þannig að þetta er svolítil geggjun að reka innanlandsflug hérna!