Ég las fyrir skömmu grein í litlu blaði um gamlan íslenskan kall búsettan í Svíþjóð sem lýsti ástandinu þar eftir að Svíar gengu í Evrópusambandið. Hann segir að um leið og Svíþjóð gekk í EB hafi hafist óhóflegur sparnaður á öllum sviðum. T.d. er mikið sparar í öllu sem tengt er þjónustu við gamla fólkið og í grunnskólunum eru 20 ára gamlar bækur kenndar, jafnvel í landafræði!
Nú, 6 árum eftir að Svíar gengu í EB, er landbúnaðurinn t.d. í kreppu, norskir auðmenn kaupa jarðir í stórum stíl og reglugerðafár skriffinna í Brussel er að gera bændum erfitt fyrir. T.d. eru kýr skotnar á færi í haga sínum af starfsmönnum EB en ástæða þessa var sú að bóndinn neitaði að láta sérstakar númeraplötur á kýrnar sem krafist er af EB. Kjötið af skepnunum verður að brenna samkvæmt reglugerðum EB.
Ég vil biðja um álit ykkar á t.d. þessu sem ég var að lýsa, EB almennt og hvort Ísland eigi að vera í Evrópusambandinu… gefið ykkar álit, en helst eitthvað sem vit er í.
Er t.d. þetta það sem íslenskir bændur vilja. Það kemur maður heim á tún til þín og án þess að tala við nokkurn mann tekur hann upp byssu og drepur fyrir þér kýrnar. Svo samkvæmt reglum skrifuðum af skrifstofublók í skrifstofukompu í Brussel sem hefur aldrei komið út fyrir borgina á að brenna kjötið…