Ég tók eftir því í skoðannakönnuninni hér á undan að flestir myndu kjósa sjálfstæðisflokkinn ef þeir ættu að kjósa núna. Þá skulum við bara líta á hvað sjálfstæðisflokkurinn hefur gert fyrir okkur þjóðina þennan allt of langa tíma sem hann hefur verið við völd og kanna hvort hún sé virkilega besti kosturinn fyrir okkur.
Í byrjun þessarar aldar lifði þjóðin í fátækt. En með vinnusemi og duggnaði (og tveimur heimstyrjöldum) tókst kynslóðinni sem nú er sú elsta í dag að gera okkur að 10. ríkustu þjóð í heimi. Það mætti ætla að eftir allt þetta erfiði, mætti það að minsta kosti að einhverju leiti að skila sér aftur til þeirra. Því er nú síður þar sem þetta fólk sem við höfum “góðæri” okkar að þakka er nú álitið byrgði á þjóðinni ásamt fötluðum einstaklingum og ef Davíð Oddsson og co. fengju að ráða yrði það hellst grafið strax. Hvaða skilaboð eru þetta svo til okkar yngri kynslóðarinnar sem erum rétt á leiðinni út í lífsbaráttuna? Jú, það borgar sig varla að leggja hart að sér. Það er jafnharðan tekið af okkur aftur þegar líða tekur á árin.
Reyndar, eru lyf og sjúkrakostnaður farin að hækka svo gríðarlega mikið að þeir fátækustu hafa ekki efni á þeim og er það í raun “lúmsk slátrun” á vegum þeirra sem flestir myndu kjósa.
Undirsataða hverrar ríku þjóðar í heiminum er fyrst og fremst menntun. um það eru allir sammála, hvort sem um er að ræða hægri eða vinstri.
Hvers konar menntun fá svo íslenskir einstaklingar í dag?
Því miður tímir núverandi ríkisstjórn ekki að borga fyrir þennan mikilvæga þátt í áframhaldandi uppbyggingu þjóðarinnar sem skilar sér að sjálfsögðu í því að skortur er á menntuðum kennurum núorðið og eru dæmi þess að ræstitæknarnir í skólunum [sem varla kunna námsefnið sjálfir] eru látnir kenna og gera það með misjöfnum árangri. Og það er rangt að það sé betra en ekkert v.þ.a ef þeir kenna alveg kolvitlaust sem kemur ekki í ljós fyrr en allir falla á samræmdu, er of seint að fatta það að þeir eru VERRI en ekki neitt.
Kvótakerfið skilar örfáum íslendingum arði. Það er erfitt að trúa því að allur þessi fiskur hagni svona örfáum, enda eru íslendingar athlægi utanlands hvað þetta varðar.
Í dag eru 13 fjölskyldur sem fá nánast allan ríkisarð íslendinga. Þangað til í fyrra eða hittífyrra voru þær einungis 12. Þetta eru ekki milljónamæringar heldur MILLJARÐAMÆRINGAR. Þetta fólk veit ekki einu sinni hvað það á að gera við allan þennan pening á meðan aðrir líða skort.
Það eru engar ýkjur þegar sagt er að framtíðin sé í djúpum skít. Hægrimenn besta lausnin fyrir Ísland? - Varla.
Þessu, ásamt mörgu öðru ætla ég að stefna að því að breyta í framtíðinni. Núna á meðan ég er enn í námi, læt ég mér nægja að kjósa EKKI sjálfstæðisflokkinn og hvet aðra að fara að fordæmi mínu. Fólk sem hefur áhuga á bjarga landi og þjóð frá [óhjákvæmanlegu] falli í það sem við vorum, á fyrri hluta aldarinnar.
Höfundur er námsmaður og starfsnaður á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi.