Grei kennararnir þeir fá ekki kauphækkun! Reyndar skil ég vel að ríkið geti ekki hent þessum 30 og eitthvað prósentum í þá því þá þyrftum við að öllum líkindum að borga meiri skatta og það vilja fáir því nógu háir eru þeir fyrir. 39% tekjuskattur, 24,5% VSK, eignaskattur sem og svo eru hin ýmsustu opinberu gjöld (tollar o.s.frv). Þannig að í raun er önnur hver króna sem við vinnum okkur inn handa hinu opinbera og ekki myndi það lækka við hækkun kennaralauna.
Svo er aftur á móti hitt sjónarmiðið ég skil vel að framhaldskólakennarar vilji fá sömu laun og aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfssmenn. En ég held að það fari allt til andskotans ef þeir fá þessar launahækkanir sem þeir fara frammá að fá.
Hvað finnst ykkur annars.